Esekíel lýsir ofmetnaði Týrusborgar kóngs, 1–10; harmasöngur um upphefð og niðurlægingu hans, 11–19; spádómur móti Sídon, 20–24; huggunarorð til Gyðinga, 25–26.

1Drottinn talaði til mín svolátandi orðum:2þú mannsins son, seg höfðingjanum í Týrusborg: Svo segir Drottinn alvaldur: af því þú segir í ofdrambi þínu, „eg er guð, og sit í hásæti guðs mitt á hafinu“; af því þú, sem ert maður, en enginn guð, hugsar, að þitt hyggjuvit sé eins og vísdómur Guðs;3af því þú þykist vitrari en Daníel, svo að enginn leyndardómur sé hulinn fyrir þér;4af því þú þykist hafa aflað auðlegðar, safnað gulli og silfri í hirslur þínar með þínum eigin vitsmunum og hyggindum,5og aukið þessa auðlegð með þínu stóra verslunarviti, svo að þú ert orðinn dramblátur af ríkidæminu:6þess vegna segir Drottinn alvaldur svo: af því þú hugsar, að þitt hyggjuvit sé eins og vísdómur Guðs:7þess vegna sjá þú! eg sendi móti þér útlenda menn, þá mestu ofríkismenn í heimi; þeir skulu með brugðnum sverðum eyða þeim fögru verkunum þinnar visku, og gjöra þína vegsemdarprýði að smán;8þeir skulu steypa þér niður í gröfina, svo þú skalt fá dauðdaga hinna vopnbitnu mitt á sjávarhafinu.9Hvört muntu þá segja til vegendanna: eg em guð? Maður skaltu reynast, en enginn guð, í hendi banamanna þinna;10þú skalt deyja dauða hinna óumskornu í höndum útlendinga: því eg hefi talað það, segir Drottinn alvaldur.
11Ennfremur talaði Drottinn til mín þessum orðum:12þú mannsins son! kyrja þú upp harmasöng um Týrusborgarkonung, og seg til hans: Svo segir Drottinn alvaldur: þú varst einhvör hinn gjörfulegasti maður, mesti vitsmunamaður, og fullkominn að fegurð;13þú bjóst í Eden, aldingarði Guðs a), varst þakinn alls konar dýrum steinum, sardíus, tópas, beryllus, krýsolítus, sardonyx, jaspis, saffír, karbunkúlus, smaragdus og gulli; þann dag er þú komst til (ríkis), var þér fagnað með bumbuslætti og pípublæstri;14þú varst eins og yfirskyggjandi kerúb, sem breiðir út vængi sína; eg hafði sett þig á Guðs heilaga fjall, hvar þú gekkst meðal ljómandi gimsteina.15Þér lék allt í lyndi, frá því þú komst til (ríkis) og þar til að guðleysið varð opinbert um þig.16Sökum þinnar margföldu verslunar varðstu hið innra fullur ranglætis, og þú syndgaðir; þess vegna vil eg byggja þér út, sem vanheilögum, af fjalli Guðs, og burtskúfa þér, þú yfirskyggjandi kerúb, frá þeim ljómandi gimsteinum.17Þitt hjarta varð upphrokað af þinni fegurð, þú vanbrúkaðir þína vitsmuni sökum þinnar vegsemdar prýði; þess vegna vil eg varpa þér til jarðar í augsýn annarra konunga, og láta þá horfa á þig.18Þú hefir vanhelgað þinn helgidóm með þínum margföldu misgjörðum og ranglátu kaupverslun; þess vegna vil eg láta eld útganga af sjálfum þér, hann skal eyða þér, og eg skal gjöra þig að ösku á jörðunni, í augsýn allra sem á þig horfa.19Allar þjóðir, sem þekkja til þín, skulu skelfast yfir þér; þú skalt voveiflega í eyði lagður verða, og ekki framar til vera.
20Ennfremur talaði Drottinn til mín þessum orðum:21þú mannsins son, snú andliti þínu gegn Sídonsborg, og spá fyrir henni;22og seg: Svo segir Drottinn alvaldur: sjá, eg rís upp á móti þér, Sídon, eg vil sýna mína dýrð, mitt almætti á þér, svo að menn skulu viðurkenna, að eg em Drottinn, þegar eg læt dóminn yfir hana ganga, og auglýsi á henni minn heilagleik:23eg vil senda henni drepsótt, og blóðsúthelling á hennar stræti; í henni skulu helslegnir menn liggja, fallnir fyrir sverðinu, sem alla vega skal yfir hana ganga; og menn skulu viðurkenna, að eg em Drottinn.24Í öngvum af nábúalöndunum, sem fyrr meir hafa fyrirlitið Ísraelsmenn, skal þá framar vera nokkur þistill, sem gjöri þeim mein, eða þyrnir, sem særi þá; og þeir skulu viðurkenna, að eg em Drottinn alvaldur.
25Svo segir Drottinn alvaldur: þegar eg hefi safnað saman Ísraelsmönnum frá þeim þjóðum, meðal hvörra þeir eru útdreifðir, og eg hefi auglýst minn heilagleik á þeim í augsýn heiðingjanna, þá skulu þeir búa í sínu landi, sem eg gaf mínum þjóni Jakob;26þar skulu þeir óhultir búa, byggja hús, og gróðursetja (planta) víngarða; óhultir skulu þeir búa mega, þegar eg hefi látið refsidóminn ganga yfir alla nábúa þeirra, sem áður fyrirlitu þá; og þá skulu þeir viðurkenna, að eg em Drottinn, þeirra Guð.

V. 13. a. Þ. e. í fegurstu landsálfu jarðarinnar.