Postulinn áminnir til bróðurleg kærleika og lítillætis; að dæmi Jesú, sem þar fyrir var upphafinn, skuli þeir og gjöra sig sömu dýrðar verðuga; er reiðubúinn að deyja fyrir Krists lærdóm. Segist senda Tímóteus en síðar Epafróditus. Gjörir sér jafnvel von um sjálfur að geta komið til þeirra.

1Þar fyrir, ef nokkuð gildir hjá yður upphvatning, í nafni Krists, kærleiksfull aðvaran, hluttekning í sömu andans gjöf og viðkvæmt hjartaþel,2þá gjörið mína gleði fullkomna með því, að þér séuð allir með einum huga, hafið innbyrðis kærleika, séuð samlyndir og á eitt sáttir,3gjörið ekkert af þrætugirni, eður fyrir hégómadýrð, heldur að sérhvör, með lítillæti, álíti annan sér æðri;4og sérhvör líti ekki einungis til síns gagns heldur og annarra.5Láti sama lunderni vera í yður, sem var í Jesú Kristi;6hvör þó hann væri Guðs eftirmynd, miklaðist ekki af því, að hann var Guði líkur,7heldur minnkaði sjálfan sig, gjörðist þjón, varð mönnum líkur,8og að útvortis hætti, sem maður. Hann lítillækkaði sig sjálfan, og var hlýðinn allt fram í dauðann, já, fram í dauðann á krossinum.9Þar fyrir hefir og Guð hátt upphafið hann, og gefið honum tign, sem er allri tign æðri,10svo að öll kné skulu sig beygja fyrir Jesú tign, bæði þeirra, sem eru á himni og á jörðu, og undir jörðunni,11og sérhvör tunga viðurkenna, að Jesús Kristur er Drottinn, Guði Föður til dýrðar.12Þess vegna, mínir elskanlegir! eflið yðar sáluhjálp með áhyggju og andvara. Þér hafið ætíð verið mér hlýðugir, gegnið mér ekki einungis nálægum, heldur enn fremur nú í minni fjærveru.13Því það er Guð, sem eftir sinni velþóknun kemur því til vegar í yður, bæði að þér a) viljið og framkvæmið.14Gjörið allt án mögls og þráttunar,15svo að þér séuð ólastanlegir og prettalausir, flekklaus Guðs börn mitt á meðal aldarinnar rangsnúnu og gjörspilltu manna. Skínið á meðal þessara eins og himinljós í heiminum,16og haldið fast við lífsins lærdóm mér til sóma á degi Krists, að eg hafi ekki til einkis hlaupið eður unnið til ónýtis.
17En þó mínu blóði verði úthellt yfir fórn og þjónustu mína að trú yðvarri, þá gleðst eg þar af, og samgleðst yður öllum.18En gleðjist þér líka af því sama, og samgleðjist með mér.19Eg hefi þá von til Drottins Jesú, að eg bráðum muni geta sent Tímóteus til yðar, svo mér verði hughægra, þá eg fæ að frétta af yður.20Engan hefi eg mér jafnsamlyndan, eður þann sem eins einlæglega sé annt um yður.21Flestir leita eigin hagnaðar, en ekki þess, sem Jesú Krists er.22Þér þekkið Tímóteusar reyndu dyggð, að hann hefir, eins og sonur með föður sínum, þjónað að kristniboðinu með mér.23Hann hygg eg að senda strax, sem eg er búinn að fullsjá hvað um mig verður;24en eg hefi þá von til Drottins, að eg bráðum fái komist sjálfur.25Samt hélt eg nauðsynlegt að senda til yðar bróður vorn Epafróditus, minn samlagsþjón og stríðsfélaga í kristniboðinu, en yðar útsendara og erindsreka í því, að bæta úr nauðþurft minni.26Hann saknaði yðar allra svo mjög, að hann varð hugsjúkur út af því, að þér höfðuð frétt, að hann hefði verið sjúkur;27hann varð og veikur og nærri aðkominn dauða, en Guð miskunnaði honum; en ekki einungis honum, heldur líka mér, svo mér ekki bættist sorg á sorg ofan.28Þess vegna hraða eg því heldur að senda hann, svo að þér gleðjist, þá þér fáið að sjá hann aftur, og svo mér verði hughægra.29Takið því með öllum fagnaði á móti honum Drottins vegna, og hafið þvílíka menn í heiðri;30því að í Krists erindi var hann aðkominn dauða, þar eð hann fór óvarlega með líf sitt, svo hann uppbætti það, sem brast á yðar umönnun fyrir mér.

V. 2. Róm. 12,6. 15,5. 1 Kor. 1,10. 1 Pét. 3,8. V. 3. Gal. 5,26. Róm. 12,10. V. 4. 1 Kor. 10,24.33. 13,5. V. 5. Matt. 11,29. Jóh. 13,15. 1 Jóh. 2,6. V. 6. Kóloss. 2,9. V. 7. Matt. 20,28. Hebr. 4,15. V. 8. Hebr. 12,2. V. 9. Post. gb. 2,36. Róm. 14,9. 1 Kor. 8,6. V. 13. a. 2 Kor. 3,5. Hebr. 13,21. 2 Kor. 8,10. V. 14. 1 Pét. 4,9. 1 Tím. 2,8. V. 15. Ef. 5,8. V. 16. 2 Tím. 1,13. Tít. 1,9. Hebr. 4,14. 1 Tess. 2,19. 1 Kor. 9,24. V. 17. 2 Tím. 4,6. 2 Kor. 7,4. V. 18. Kap. 3,1. 4,4. V. 19. Post. g. b. 16,1. Fil. 1,27. V. 20. 1 Kor. 16,10. V. 21. 1 Kor. 10,24. 13,5. V. 25. Kap. 4,18. V. 26. Kap. 1,8. V. 29. 16,2. 1 Kor. 16,18. 1 Tess. 5,12.