Bæn og traust til Guðs. (1Sam. 26,1. fl.)

1Til söngmeistarans á strengjaleik. Kennsluljóð af Davíð.2Þegar Sefitar komu og sögðu við Sál: hefir ekki Davíð falið sig hjá oss?3Guð! frelsa mig fyrir þitt nafn, og lát mig ná rétti fyrir þinn kraft.4Guð! heyr mína bæn, beyg þitt eyra til orða míns munns;5því útlendir rísa móti mér, og tírannar sitja um mitt líf, og hafa ekki Guð sér fyrir augum. (Málhvíld).6Sjá! Guð er minn hjálpari. Drottinn er sá sem viðheldur mínu lífi,7hann mun endurgjalda vonskuna mínum óvinum; já, afmá þú þá eftir þinni trúfesti.8Fúslega mun eg færa þér fórnir, vegsama þitt nafn, Drottinn! því það er gott.9Af því hann frelsaði mig af allri neyð og mitt auga gladdi sig yfir mínum óvinum.