Postulinn varar við falskennendum og óguðlegum. Kennir hversu breyta skal við slíka.

1Júdas, Jesú Krists þjón, bróðir Jakobs, heilsar þeim kölluðu, sem í Guði Föður helgaðir í Jesú Kristi varðveittir eru:2miskunnsemi, friður og kærleiki margfaldist yfir yður.
3Mínir elskanlegir! þar eð mér er ríkt í huga að skrifa yður, svo álít eg nauðsynlegt að skrifa yður um sameiginleg sáluhjálparefni og uppörva til að berjast fyrir þá trú, sem heilögum hefir einu sinni verið kennd;4því inn í söfnuðinn hafa nokkrir læðst, hvörjir fyrir löngu eru þvílíku straffi ætlaðir, óguðlegir menn, sem vanbrúka náð Guðs vors til stjórnlauss lífernis og afneita vorum einasta alvalda, og Drottni Jesú Kristi.5Vil eg því minna yður á, þótt yður sé það nógsamlega kunnugt, að eftir það að Drottinn hafði frelsað fólkið frá Egyptalandi, þá hann tortíndi þar á eftir þeim sem voru vantrúaðir,6og englana, sem ekki gættu sinnar upphaflegu tignar, heldur yfirgáfu sinn bústað, hefir hann í svartmyrkri geymt í eilífum fjötrum til þess mikla dags.7Sömuleiðis eru Sódóma og Gomorra og kringum liggjandi borgir, sem drýgðu saurlifnað á líkan hátt og þessir, og gengu eftir annarlegu holdi, settar til eftirdæmis og liggja undir eilífum eldi.8Eins breyta þessir draumvilltu, þeir saurga líkamann, fyrirlíta þá sem í völdum sitja og lasta tignarvöldin.9En höfuðengillinn Mikkael, þá hann þráttaði við djöfulinn um líkama Mósis, vogaði þó ekki að leggja smánarlegan dóm á hann heldur sagði: Drottinn straffi þig.10En þessir lasta það, sem þeir þekkja ekki; þar á mót það, sem þeir, eins og skynlaus dýr, þekkja af náttúrlegri fýsn, brúka þeir sér til fordjörfunar.11Vei þeim, því þeir ganga á vegi Kains, hrapa í villu Balaams fyrir ávinnings sakir, og tortínast vegna þverúðar þeirra eins og Kóre.12Þessir eru (hættuleg) sker í yðar kærleiksveislum, með ósvífni lifa þeir í óhófi þá þeir matast með yður, og ala sjálfa sig; þeir eru vatnslaus ský, sem rekast fyrir vindum, visnuð tré, ávaxtarlaus, útdauð, upprætt;13ofsalegar hafsbylgjur, sem freyða eigin skömmum, reikandi stjörnur; hvörjum dimma myrkursins er geymd til eilífðar.14Um þessa spáði og Enok, sjöundi maður frá Adam, segjandi: sjá! Drottinn kemur með sínum heilögu þúsundum,15til að halda dóm yfir öllum, og til að sanna alla óguðlega þeirra á meðal seka í öllum óguðlegum verkum, sem þeir hafa drýgt, og í öllum þeim lastmælum, sem þeir óguðlegu syndarar hafa talað gegn honum.16Þessir eru möglsamir, aðfinningarsamir um sín kjör, lifa eftir eigin girndum, munnur þeirra mælir ofstopaorð, þeir meta menn eftir hagnaði.17En þér elskanlegir! minnist þeirra orða, sem áður hafa töluð verið af postulunum Drottins vors Jesú Krists.18Því þeir sögðu yður, að á síðasta tímanum mundu koma spottarar, sem fara eftir þeirra eigin óguðlegu girndum.19Þessir eru þeir, sem gjöra sig fráskila, holdlegir, sem ekki hafa andann.
20En þér, elskanlegir! uppbyggið sjálfa yður af yðar heilögustu trú, biðjið í heilögum Anda;21varðveitið yður sjálfa í kærleika Guðs og væntið miskunnar Drottins vors Jesú Krists til eilífs lífs.22Aumkvið yður yfir suma með greinarmun,23en frelsið suma með ótta og kippið þeim úr eldinum, en svo, að þér varist jafnvel kyrtilinn, sem flekkaður er af holdinu.
24Þeim, sem kann að varðveita yður frá hrösun og láta yður mæta fyrir sinni dýrð óflekkaða í fögnuði,25einum Guði, vorum Frelsara fyrir Jesúm Krist vorn Drottin, sé dýrð og hátign, kraftur og veldi, frá allri eilífð, nú, og um allar aldir. Amen!

V. 1 Lúk. 6,16. Post. gb. 1,13. Jóh. 17,11. 1 Pét. 1,5. V. 3. Fil. 1,27. 1 Tím. 1,18. 6,12. V. 4. Tít. 1,16. 2,12. 2 Pét. 2,1. sbr. Róm. 9,15–24. V. 5. 4 Mós. b. 14,29–35. 26,64.65. 1 Kor. 10,5. V. 6. 2 Pét. 2,4. Jóh. 8,44. V. 7. 1 Mós. b. 19,24.25. 2 Pét. 2,6. V. 8. 2 Pét. 2,10. V. 9. 2 Pét. 2,11. Sakk. 3,2. V. 11. 1 Jóh. 3,12. 2 Pét. 2,15.16. 4 Mós. b. 22,7.21. V. 12. 2 Pét. 2,13.17. Orðskv. b. 25,14. V. 13. Esa. 57,18. V. 14. 1 Mós. b. 5,22–24. Dan. 7,10. Post. gb. 1,11. 2 Tess. 1,7–10. Opinb. b. 1,7. V. 15. Matt. 12,36. 25,31. fl. V. 16. Tít. 3,3. 2 Pét. 2,18. V. 18. Post. gb. 20,29. 1 Tím. 4,1. 4,3. 2 Pét 2,1. 3,3. V. 19. Orðskv. b. 18,1. V. 21. 1 Kor. 1,4–7.