Davíðs þakklæti fyrir frelsun frá hans óvinum. Sjá 2 Sam. 22. Kap.

1Til hljóðfærameistarans. Sálmur Davíðs, Drottins þénara, sem frambar fyrir Drottin orð þessa lofkvæðis, þegar Drottinn hafði frelsað hann af hendi allra hans óvina, og af hendi Sáls.2Og hann sagði: Hjartkæran hefi eg þig, Drottinn! minn styrkleiki.3Drottinn er mitt bjarg, mitt vígi, minn frelsari, minn Guð, minn kastali, í hvörn eg flý, minn skjöldur, og horn míns hjálpræðis, mitt hæli.4Þann vegsamlega Drottin ákallaði eg, og frelsaðist af hendi minna óvina.5Bylgjur dauðans umkringdu mig, lækir (Belíals) fordjörfunarinnar skelfdu mig.6Helvítisbönd umkringdu mig, dauðans snörur gripu mig.7Í minni angist ákallaði eg Drottin, já, eg kallaði til míns Guðs, og hann heyrði í sínum bústað mína raust, og mitt ákall kom fyrir hann, til hans eyrna;8og jörðin skalf og bifaðist, og fjallanna grundvöllur nötraði og hrærðist, því hann reiddist.9Reykur gekk út af hans nösum, og fortærandi eldur af hans munni, elding logaði frá honum.10Hann sveigði himininn og fór niður, og myrkur var undir hans fótum.11Hann fór áfram á kerúbum og flaug, hann sveimaði á vindsins vængjum.12Hann lét dimmuna vera sitt fylgsni, allt í kringum sig, eins og tjald, dimmt vatn, þykkt ský.13Af glampanum fyrir honum færðust skýin áfram, og hagl og glóandi elding.14Og Drottinn þrumaði í himninum, og sá æðsti sendi út sína raust, þar var hagl og elding.15Hann sendi út sínar örvar og tvístraði þeim, miklar eldingar, og skelkaði þá.16Þá sáust hafsins uppsprettur, og jarðarinnar grundvöllur opinberaðist fyrir þinni hótan, Drottinn! og fyrir blástri þinna nasa (reiði).17Hann útrétti frá hæðinni sína hönd, og greip mig og dró mig upp úr þeim miklu vötnum.18Hann frelsaði mig frá mínum óvinum, sá sterki, frá þeim sem mig hötuðu, sem voru voldugri en eg.19Þeir yfirféllu mig á minni mótgangstíð, en Drottinn var mín stoð.20Hann leiddi mig út á víðlendi. Hann frelsaði mig, því hann elskaði mig.21Drottinn umbunaði mér eftir minni réttvísi, hann endurgalt mér eftir hreinku minna handa.22Því eg varðveitti Drottins vegu, og var ei ósvífinn við minn Guð.23Því allir hans dómar voru mér í minni og öll hans boðorð, frá þeim vék eg ekki.24Heldur var eg óstraffanlegur fyrir honum, og varaðist syndir.25Og Drottinn endurgalt mér eftir minni réttvísi, eftir hreinku minna handa fyrir honum.26Við þá góðu ertu góður, við þá trúföstu ertu trúfastur, við þá hreinu ertu hreinn,27og við þá rangsnúnu ertu afundinn,28því það undirþrykkta fólk frelsar þú, og þá háleitu gjörir þú niðurlúta.29Já, þú lést mína skriðbyttu lýsa, Drottinn minn Guð gjörði mitt myrkur að birtu,30fyrir þitt fulltingi braust eg í gegnum herinn, og fyrir hjálp míns Guðs stökk eg yfir múrana.31Guðs vegur er prettalaus, orð Drottins eru hrein, hann er skjöldur allra þeirra sem reiða sig á hann.32Því hvör er Guð nema Drottinn? og hvör er vígi nema vor Guð?33Sá Guð sem umgirti mig krafti, og gjörði minn veg greiðan,34hann gjörði mína fætur sem hjartarins, og lét mig standa fast á mínum hæðum.35Hann kenndi mínum höndum að berjast, svo nú spenna mínir armar eirbogann.36Þú gafst mér þinn frelsisskjöld, þín hægri hönd studdi mig, og þín náð miklaði mig.37Þú gjörðir minn gang rúman, og mínir ökklar veikluðust ekki.38Eg elti mína óvini og náði þeim og sneri ekki til baka fyrr en eg hafði afmáð þá,39eg marði þá svo þeir gætu ei staðið upp, þeir féllu undir mína fætur.40Þú girtir mig krafti til stríðsins, þú niðurbeygðir undir mig mína mótstöðumenn.41Þú gafst mér mína óvini að eg ræki þá á flótta, og mína hatursmenn, að eg afmáði þá.42Þeir kölluðu, en þar var enginn sem hjálpaði, til Drottins, en hann ansaði þeim ekki.43Eg molaði þá sem moldarryk fyrir veðri, eg tróð þá undir fætur mér sem skarn á strætum.44Þú frelsaðir mig úr bardaga lýðsins, þú settir mig höfðingja þjóðanna. Menn, sem ekki þekktu mig, þeir þjóna mér.45Undir eins og þeirra eyru heyra mig (nefndan), hlýða þeir mér; börn hinna útlendu slá mér gullhamra.46Börn hinna útlendu vikna sem laufblöð, skelkuð flýja þau úr sínum borgum.47Drottinn lifi! vegsamað sé mitt bjarg, Guð míns hjálpræðis sé hátt lofaður!48Sá Guð sem gaf mér hefnd og lagði undir mig þjóðirnar.49Sá sem frelsaði mig frá mínum óvinum, sem hóf mig upp yfir mína mótstöðumenn, sem bjargaði mér frá ofbeldismanninum.50Þar fyrir vil eg vegsama þig, Drottinn! meðal þjóðanna, og syngja lof þínu nafni.51Þú sem auðsýnir þínum konungi miklar velgjörðir, og miskunnar þínum smurða, Davíð, og hans niðjum eilíflega.

V. 16. Aðrir: hafsins dældir.