Sýn Daníels um þau fjögur dýr.

1Á fyrsta ári Beltsasars konungs dreymdi Daníel draum, og báru sjónir fyrir hann, þar sem hann lá í rekkju sinni; hann skrásetti drauminn og sagði frá aðalatriðum hans.2Daníel hóf upp og sagði svo: eg sá eina sýn á náttarþeli, og sjá! þeir fjórir vindar himinsins brutust fram á því mikla sjávarhafi.3Þá stigu fjögur dýr geysistór upp af hafinu, hvört öðru ólíkt:4fyrsta dýrið líktist ljóni, og hafði arnarvængi; eg horfði á, að vængirnir voru um síðir reyttir af því, því var lyft upp frá jörðinni og reist á tvær fætur, sem maður, og því var fengið mannshjarta.5Og sjá! þessu næst kom annað dýrið, það var líkt bjarndýri; það var hálfstaðið á fætur, og hafði þrjú rif í munni sér meðal tannanna, til þessa dýrs var sagt: statt upp, og et mikið kjöt!6Hér næst bar fyrir mig annað dýr, líkt pardusdýri, það hafði fjóra vængi á baki sér, eins og fuglsvængi; þetta dýr hafði fjögur höfuð, og því var vald gefið.7Eftir þetta sá eg í nætursýn fjórða dýrið, það var hræðilegt og ógurlegt og yfirtaks öflugt; það hafði stórar járntennur, át og sundurmuldi, og tróð í sundur með fótunum það sem það leifði; það var allt öðruvísi, en öll hin fyrri dýrin, og hafði 10 horn.8Þegar eg gaf gætur að hornunum, þá tók eg eftir, að annað lítið horn spratt upp meðal þeirra, og til þess að þessi stikill kæmist fyrir, voru slitin upp þrjú af hinum fyrri hornunum, þessi stikill hafði augu, eins og mannsaugu, og munn þann, sem talaði guðlöstunaryrði (stóryrði).9Nú sá eg, að stólar voru settir fram, og hinn gamli settist niður, hans klæði voru hvít sem snjór, og hans höfuðhár sem hrein ull; hans hásæti var eldslogi, og hjólin undir því eldur brennandi;10fram undan honum gekk út fljótandi eldstraumur; honum þjónuðu þúsundir þúsunda, og frammi fyrir honum stóðu 10 þúsundir 10 þúsunda, dómendurnir settust niður, og bókunum var flett upp.11Síðan gætti eg að, og sá, að vegna þeirra stóryrða, sem stikillinn hafði talað, var dýrið drepið, þess líkami sundurhöggvinn og í brennanda eld kastaður.12Vald hinna dýranna var þá og undir lok liðið, því lífið var þeim gefið til þess það skyldi vara vissan tiltekinn tíma.13Í þeim sjónum, sem fyrir mig báru um nóttina, sá eg að einhvör kom í skýjum himins, líkur mannsins syni; hann kom þangað, sem hinn gamli var fyrir, og var leiddur fram fyrir hann.14Honum var gefið vald, heiður og ríki, svo honum skyldu þjóna allar þjóðir og allir lýðir, hvörrar tungu sem væri; hans vald er eilíft vald, það skal aldrei undir lok líða, og hans ríki aldrei til grunna ganga.
15Út af þessu varð eg Daníel sturlaður, og þær sjónir sem fyrir mig höfðu borið, skelfdu mig.16Eg gekk þá til einhvörs af þeim, sem þar stóðu, og bað hann segja mér skyn á öllu þessu. Hann talaði til mín, og sagði mér svofellda skýringu þess:17„þau hin miklu dýrin, sem voru fjögur alls, það eru fjögur ríki, sem hefjast munu á jörðinni;18en hinir heilögu hins hæsta munu eignast ríkið, og halda því eilíflega, frá einni eilífð til annarrar“.19Nú langaði mig til að vita einhvörja vissu um fjórða dýrið, sem var svo ólíkt öllum hinum öðrum, mjög svo ógurlegt, með járntönnum og eirklóm, át og sundurmuldi, og sundurtróð með fótunum það sem það leifði;20sömuleiðis um þau 10 horn, sem voru á höfði þess, og um hitt hornið, sem þar spratt upp, og undan hvörju þrjú hornin af féllu, um þann stikilinn, sem augun hafði og þann munn, sem stóryrði talaði, hvör stikill var meiri ásýndum, en önnur horn, sem í kring voru.21Eg hafði séð, hvörsu stikill þessi hélt orrustu við ena heilögu, og hafði sigur yfir þeim,22þar til hinn gamli kom, og hinir heilögu ins hæsta fengu að njóta réttar síns, og sá tími var kominn, að enir heilögu skyldu eignast ríkið.23Hann sagði svo: „fjórða dýrið skal vera hið fjórða ríkið á jörðinni, það skal ólíkt vera öllum ríkjum; það skal uppsvelgja öll lönd, niðurtroða þau og sundurmerja.24Þau 10 hornin merkja það, að af þessu ríki munu upp koma 10 konungar; en eftir þá mun annar upp rísa, sá mun ólíkur verða hinum fyrri, og hann mun undiroka þrjá konunga.25Hann mun orð mæla í gegn inum hæsta, kúga ena heilögu hins hæsta, og hafa í hyggju að umbreyta tímum og lögum; og þeir munu honum í hendur seldir verða um eina tíð, tvær tíðir og hálfa tíð.26Þá mun dómurinn settur verða, og honum vikið verða frá völdum, og ríki hans niðurbrotið verða og undir lok líða.27En ríkið, valdið og yfirráðin yfir öllum ríkjum, sem undir himninum eru, munu gefin verða enu heilaga fólki hins hæsta; þess ríki er eilíft ríki, og öll maktarvöld munu því þjóna og undirgefin verða.“28Hér er endir þeirrar ræðu. Eg Daníel sturlaðist mjög af mínum hugsunum, svo að eg tók litaskipti; þó geymdi eg þessi orð í mínu hjarta.