Spádómur móti Jeróbóam. Hans andlát.

1Um sama leyti varð Abía sonur Jeróbóams sjúkur.2Þá sagði Jeróbóam við konu sína: heyrðu! taktu þig nú til, og far þú í dularbúning svo engum komi í hug að þú sért kona Jeróbóams, og far til Síló; sjá! þar er spámaðurinn Ahía a) sem hét mér því, að eg skyldi verða kóngur yfir þessu fólki;3og taktu með þér 10 brauð og kökur og krús með hunangi, og þú skalt ganga til hans, og hann mun segja þér hvörnig drengnum muni afreiða.4Jeróbóams kona gjörði svo, hún tók sig til og fór til Síló, og kom í Ahía hús; en Ahía sá ekki; því hans augu stóðu föst af elli b).5En Drottinn hafði sagt Ahía: sjá! kona Jeróbóams kemur til að spyrja þig um son sinn, því hann er sjúkur; þetta og þetta skaltu segja henni; og það mun ske þegar hún kemur, svo mun hún látast vera önnur en hún er.6En sem Ahía heyrði skóhljóð hennar c), í því hún gekk inn um dyrnar, mælti hann: kom þú inn, Jeróbóams kona! því vilt þú dyljast? En eg er sendur til þín með harða orðsending.7Far þú og seg Jeróbóam: svo segir Drottinn Ísraels Guð: af því eg upphóf þig úr lágu standi og setti þig höfðingja yfir mitt fólk Ísrael,8og hreif kóngsríkið af Davíðs húsi og gaf þér, en þú ert ekki sem minn þjón Davíð, sem hélt mín boðorð, og aðhylltist mig af öllu hjarta, að hann gjörði það eitt sem rétt væri fyrir mínum augum,9og af því þú hefir hagað þér verr en allir þeir sem fyrir þig vóru, og hefir gengið afvega og gjört þér aðra guði og steypt bílæti, til að egna mig til, og hefir kastað mér aftur fyrir þitt bak d).10Vegna þessa leiði eg ólukku yfir Jeróbóams hús, og uppræti fyrir Jeróbóam allt karlkyn, þrælinn og þann frjálsa, í Ísrael, og sópa burt Jeróbóams húsi, eins og menn sópa burt hroða, alveg.11Hvör sem deyr af Jeróbóams ætt í borginni, þann skulu hundar uppeta, og hvör sem deyr út á víðavangi, skulu himinsins fuglar uppeta e); því Drottinn hefir svo talað.12Og taktu þig nú til og far heim. Þegar þínir fætur stíga inn í borgina mun barn þitt deyja,13og allur Ísrael mun gráta hann og menn munu jarða hann, því hann er sá eini af Jeróbóams ætt sem mun fá greftrun, því hjá honum hefur fundist eitthvað, í Jeróbóams húsi, Drottni Ísraels Guði þóknanlegt.14Og Drottinn mun setja sér kóng yfir Ísrael sem mun afmá Jeróbóams hús á sama degi f), og hvað (segi eg?) það nú þegar!15Og Drottinn mun slá Ísrael (svo hann rambi til og frá) eins og reyr í vatni, og hann mun slíta Ísrael burt úr þessu góða landi sem hann gaf þeirra feðrum, og mun tvístra þeim, hinumegin við ána, af því þeir gjörðu sér offurlunda, og egndu Drottin til.16Og hann mun ofurselja Ísrael sakir synda Jeróbóams, því hann hefir bæði syndgað og tælt Ísrael til að syndga.
17Þá stóð upp Jeróbóams kona, fór og kom til Tirsa, og sem hún gekk inn fyrir þrepskjöldinn, þá dó sveinninn.18Og þeir jörðuðu hann, og allur Ísrael harmaði hann, eftir orði Drottins, sem hann hafði talað fyrir sinn þénara spámanninn Ahía.
19Hvað meira er að segja um Jeróbóam, hvörnig hann stríddi og ríkti, það er skrifað í árbókum Ísraelskonunga g).20Og Jeróbóam ríkti 22 ár, og hann sofnaði hjá sínum feðrum, og Nadab, sonur hans, varð kóngur í hans stað.
21En Róbóam Salómonsson ríkti yfir Júda; Róbóam hafði einn um sextugt þá hann varð kóngur og 17 ár ríkti hann í Jerúsalem, þeim stað sem Drottinn hafði útvalið, af öllum Ísraels ættkvíslum, til að setja þar sitt nafn, en móðir hans hét Naema og var ammonítisk kona.22Og Júda gjörði það sem Drottni illa líkaði, og þeir egndu hann enn meir til reiði, en allar þær syndir sem forfeður þeirra höfðu drýgt.23Þeir byggðu sér og hæðir, stólpa og lunda, á öllum háum hólum, og undir hvörju grænu tré a).24Afguðadýrkendur vóru og í landinu; þeir aðhöfðust alla þá sömu viðurstyggð, sem þær þjóðir er Drottinn hafði útrekið frá Ísraelssonum.
25Á 25ta ári ríkisstjórnar Róbóams, fór Sísak b) Egyptalandskóngur herför móti Jerúsalem,26og hann tók fjársjóðuna úr Drottins húsi og úr kóngsins húsi, allt tók hann, og hann tók alla þá gullskildi c) sem Salómon hafði látið gjöra.27Og Róbóam kóngur gjörði í þeirra stað eirskildi, og fékk þá til geymslu höfuðsmönnum hirðarinnar, sem geyma dyra á kóngsins húsi.28Og í hvört sinn sem konungur kom í Drottins hús, báru hirðmennirnir þá, og fóru með þá aftur í hirðmannaherbergið.
29En hvað meir er um Róbóam að segja, og allt hvað hann gjörði, það stendur skrifað í árbókum d) Júdakónga.30Og ófriður var alltaf milli Róbóams og Jeróbóams.31Og Róbóam sofnaði með sínum feðrum og var jarðaður hjá sínum feðrum í Davíðs borg; en móðir hans hét Naema, ammonítisk kona. Og Abíam, sonur hans, varð kóngur í hans stað.

V. 2. a. Kap. 11,30.31. V. 4. b. Gen. 27,1. 48,10. 1 Sam. 4,15. V. 6. c. 2 Kóng. 6,32. V. 9. d. Jer. 2,27. 32,33. Ez. 23,35. V. 11. e. Kap. 16,4. V. 13. Sbr. v. 18. V. 14. f. Á sama degi (sem hann verður kóngur), kap. 15,29. V. 18. Sbr. v. 13. V. 19. g. 1 Kóng. 15,31. 16,5.14.20.27. 22,39. V. 21. 2 Kron. 12,13. V. 23. a. 2 Kóng. 16,4. 17,16. V. 24. Devt. 18,9. 2 Kóng. 21,2.11. 2 Kron. 28,3. V. 25. b. Kap. 11,40. c. Kap. 10,16. V. 29. d. 2 Kóng. 14,18.