Niðjar Ísaskars, Benjamíns, Naftalí, Manassis, Efraims og Asers.

1Synir Ísaskars voru: Tola og Pua, Jasub og Simron, fjórir.2Og synir Tóla: Usi og Refaia og Jeriel og Jahemai og Jibsam og Samúel, höfðingjar sinna ætta af Tola, röskir menn, í sínum ættum; þeirra tal á Davíðs dögum var: 22 þúsund og 6 hundruð.3Og Usi synir: Jesraja, og Jesraja synir: Mikael og Óbadia og Joel, Issía, fimm, þeir (voru) allir höfuðsmenn.4Og hjá þeim voru eftir þeirra ættum, eftir þeirra feðra húsum, herskarar til stríðs, 36 þúsund, því þeir höfðu margar kvinnur og börn.5Og þeirra bræður, af allri Ísaskars ættkvísl, röskir menn, voru 87 þúsund, allir taldir.
6(Synir) Benjamíns eru: Bela og Beker og Jedjael, þrír;7og Bela synir: Esbon og Usi og Usiel og Jerimot og Jeri, fimm, höfuðsmenn sinna ætta, röskir menn, og þeirra ættartala 22 þúsund og 34.8Og synir Bekers. Semira og Jóas og Elíeser og Elíoenai og Omri og Jeremot og Abia og Anatot og Alamet; allir þessir voru synir Bekers,9og þeirra registur, eftir þeirra ættum, höfuðsmenn ættliðanna, röskir menn, 20 þúsund og 2 hundruð.10Og synir Jedjaels: Bílhan. Og synir Bílhans: Jeus og Benjamín og Ehud og Knaana og Setan og Tarsis og Ahisahar.11Allir þessir voru synir Jedjaels eftir sínum ættfeðrum, röskir menn, 17 þúsund og 2 hundruð, sem útfóru með hernum í stríð.12Og Súpim og Húpim, synir Irs, Húsim synir Ahers.13Synir Naftalí: Jasiel og Gúm og Jeser og Sallum, synir Bílhas.
14Synir Manassis: Esríel, hvörn eð fæddi—hans sýrlenska friðla fæddi Makir, föður Gíleaðs.15Og Makír tók konu af Húpim og Súpim, og systir hans hét Maaka, og nafn hins annars (sonar) var Selafehad, og Selafehad átti dætur.16Og Maaka kona Makírs, fæddi son, og nefndi hann Peres, og bróðir hans hét Seres, og hans synir Ulam og Bekem.17Og synir Ulams: Bedan. Það eru synir Gíleaðs, sonar Makírs, sonar Manassis.18Og hans systir Hamelek fæddi Ishod og Abíeser og Mahela.19Og Semida synir voru: Aheam og Sikem og Likhi og Anjam.
20Synir Efraims eru: Suthela og hans son Bered, og hans son Tahat, og hans son Elada og hans son Tahat,21og hans son Sabad, og hans son Súthela og Eser og Elead. Og mennirnir frá Gat myrtu þá, þeir innfæddu í landinu, því þeir voru farnir til að taka þeirra hjarðir,22og Efraim þeirra faðir syrgði það lengi, og bræður hans komu að hugga hann.23Og hann kenndi sinnar konu, og hún varð ólétt og fæddi son, og hann nefndi hann Bría, því ólán hafði hitt hans hús.24Og hans dóttir Seera, og hún byggði Bethóron, það neðra og efra, og Usin-Seera.25Og Refa var hans (Bríu) son, og hans son Resef og Tela og hans son Tahan,26hans son Laedan, hans son Ammíhud, hans son Elisama,27hans son Nún, hans son Jósúa,28og þeirra eign og þeirra bústaður var Betel og hennar dætur og Naaran fyrir austan, og Geser fyrir vestan og hennar dætur, og Sikem og hennar dætur, allt til Gasa og hennar dætra,29og á hlið við Manassis syni Betsean og hennar dætur, Taenak og hennar dætur, Megiddo og hennar dætur, Dor og hennar dætur. Þar bjuggu synir Jóseps, sonar Ísraels.
30Synir Asers eru: Jimna og Jisva og Jisvi og Bria og Sera, þeirra systir.31Og Bría synir: Heber og Malkiel, hann er faðir Birsavits.32Og Heber gat Jaflet og Somer, og Hótam og Sua, þeirra systir.33Og synir Jaflets: Pasak og Bímehal og Asvat. Það eru Jaflets synir.34Og synir Semers: Ahí og Raga og Huba og Aram.35Og synir Helems (Hótams) hans bróðurs: Sófa og Jimna og Seles og Amal.36Synir Sófa: Sua og Harnefer og Sual og Beri og Jimra,37og Beser og Hod og Sama og Silfa og Jetran og Beera.38Og synir Jeters: Jefunne og Fispa og Ara.39Og synir Ulla: Ara og Haniel og Risia.40Allir þessir voru synir Asers, höfuðsmenn ættanna, útvaldir, röskir menn, höfðingjar furstanna. Og þeir voru taldir til hersins, til stríðs, þeirra tala, var 26 þúsund manns.

V. 1. Ex. 6,16. V. 16. Gen. 46,11. V. 67. fl. Sbr. Jós. 21,21. fl.