Malakías prédikar móti hirðuleysi kennimannanna, og móti hjónaskilnaði.

1Og nú, þér kennimenn, yður gef eg þessa áminningu.2Ef þér viljið ekki þessu gaum gefa, og ekki láta yður um það hugað, að gefa mínu nafni dýrðina a), segir Drottinn allsherjar, þá vil eg senda óhamingju yfir yður, og láta óblessun koma í þá velgjörninga, sem þér þiggið af mér; já, eg hefi látið óblessunina þegar koma, af því þér hafið allir verið skeytingarlausir.3Sjáið, eg vil spilla frækornunum fyrir yður, og dreifa gori í andlit yður, gori fórnardýra yðvarra, og það skal draga yður til sín.4Og þér skuluð viðurkenna, að eg hefi gefið yður þessa áminningu, til þess minn sáttmáli við Leví ættmenn mætti haldast, segir Drottinn allsherjar.5Minn sáttmáli við Leví ættmenn var líf og friður; eg gaf þeim mín boðorð, til þess þeir skyldi óttast mig, og þeir skelfdust fyrir mínu nafni.6Lögmálið var óbrjálað í munni þeirra, og ekkert rangt fannst á þeirra vörum; þeir framgengu friðsamlega og réttvíslega fyrir mér, og sneru mörgum manni frá syndum.7Því varir kennimannsins eiga að varðveita þekkingu, og menn eiga að sækja lögmálið í munn honum, því hann er sendiboði Drottins allsherjar.8En þér hafið vikið af veginum, og leitt marga menn afleiðis frá lögmálinu; þér hafið ónýtt sáttmálann við Levíniðja, segir Drottinn allsherjar.9Eg hefi einmitt þess vegna komið yður í fyrirlitningu og óvirðingu hjá gjörvöllum lýðnum, af því þér ekki gætið minna vega, heldur farið að mannvirðingum í lögmálinu.10Höfum vér ekki allir einn föður? Hefir ekki einn Guð skapað oss? Hvörs vegna erum vér þá svo tryggðarlausir hvör við annan, að vanhelga sáttmál feðra vorra?
11Júdaniðjar eru eiðrofar, og svívirðingar viðgangast meðal Ísraelsmanna og í Jerúsalemsborg; því Júdaniðjar smána Drottins heilaga lýð, hvörn hann elskar, með því þeir ganga að eiga þær konur, sem trúa á útlensk goð.12Fyrir þeim manni, sem slíkt gjörir, skal Drottinn afmá af tjaldbúðum Jakobsniðja alla þá, sem að honum standa a), og eins þann, sem framber (hans) fórn fyrir Drottin allsherjar.13Hér ofan á gjörið þér þetta: þér byrgið altari Drottins með tárum, gráti og andvörpunum b), svo eg get ekki framar litið á yðar fórn, og ekkert þegið með velþóknun af yðar hendi.14Þér spyrjið: „hvörs vegna?“—Af því Drottinn var vottur (að félagsskapnum) milli þín og þinnar ungdómskvinnu, sem þú brást trúnaði við, en þótt hún væri bundin í félag við þig og eiginkona þín eftir gjörðu sáttmáli.15Þannig breytti ekki hinn einstaki maður (Abraham), sem var allt öðruvísi lyndur. Hvað gjörði þá hinn einstaki? Hann leitaði sér afkvæmis, eftir fyrirheiti Guðs. Verið því vakandi yfir yðar hjarta, að enginn yðar bregði trúnaði við sína ungdóms kvinnu.16Því eg hata hjónaskilnaðinn, segir Drottinn, Ísraels Guð, en þótt menn vilji breiða klæði sitt yfir þá rangsleitni, segir Drottinn allsherjar. Hafið því gát á yðar hjarta, að þér ekki sýnið af yður nokkurn ótrúnað.17Þér þreytið Drottin með yðar orðum. Þér spyrjið: með hvörju þreytum vér hann?—Með því, að þér segið: „sérhvör, sem illt gjörir, er góður í augum Drottins, um slíka þykir honum vænt; eða hvar er sá Guð, sem dæmir“?