Tala Levítanna og þeirra embætti, lausn frumburðanna.

1Þetta er kynþáttur Arons og Mósis, um það leyti sem Drottinn talaði við Móses á Sínaífjalli.2Þetta eru nöfn Arons sona: sá frumgetni Nadab, og Abíhu, Eleasar og Ítamar.3Þetta eru nöfn Arons sona, hinna smurðu presta, sem innsettir voru í prestdæmið.4En þeir dóu, Nadab og Abíhu, frammi fyrir Drottni, í Sínaíeyðimörku, þá þeir báru fyrir Drottin annarlegan (óvígðan) eld, og þeir áttu enga syni, og svo urðu þeir Eleasar og Ítamar prestar, undir umsjón föður þeirra, Arons.
5Og Drottinn talaði við Móses og mælti:6kom þú hingað með Leví ættkvísl, og leið þú hana fyrir prestinn Aron, að þeir þjóni honum.7Og þeir skulu annast það sem er að annast, fyrir hann, og fyrir allan söfnuð samkundutjaldsins, að þeir gegni þjónustunni í tjaldbúðinni.8Þeir skulu annast öll áhöld samkundutjaldsins, og það sem er að annast fyrir Ísraelssyni, að þér gegni þjónustu tjaldbúðarinnar.9Þú skalt gefa Aroni og sonum hans Levítana, þeir eru honum gefnir úr hóp Ísraelssona til allrar eignar.10Og Aron og hans syni skaltu setja til þess, að þeir annist þeirra prestdæmi; en sá framandi sem kemur þar nærri hann skal deyðast.
11Og Drottinn talaði við Móses og mælti:12sjá! eg hefi af Ísraelssonum tekið handa mér Levítana, í staðinn fyrir alla frumburði af Ísraelssonum, sem opna móðurlífið; og mér skulu Levítarnir tilheyra.13Því eg á allt frumborið; frá þeim tíma, að eg vann á öllu frumbornu í Egyptalandi, hefi eg helgað mér frumborið í Ísrael, af mönnum og fénaði; mér skal það tilheyra, mér Drottni.
14Og Drottinn talaði við Móses í Sínaíeyðimörku og sagði:15tel þú Levísyni, eftir þeirra ættfeðrum og kynþáttum; alla karlkyns, mánaðargamla og þar yfir, skaltu telja þá.16Og Móses taldi þá eftir boði Drottins, eins og honum var skipað.17Og þessir voru Levísynir eftir þeirra nöfnum: Gerson og Kahat og Merarí.18Og þetta eru nöfn sona Gersons eftir þeirra kynþáttum: Libni og Simei.19Og synir Kahats eftir þeirra kynþáttum: Amram og Jesehar, Hebron og Úsiel.20Og synir Merarí eftir þeirra kynþáttum: Maheli og Músi, þetta eru kynþættir Leví eftir þeirra ættfeðrum.
21Af Gerson er ætt Libníta og ætt Simeíta, það eru kynþættir Gersonítanna.22Þeir sem taldir voru, allir karlkyns mánaðargamlir og eldri, þeir töldu af þeim voru 7.500.23Kynþættir Gersonítanna tjölduðu að baki tjaldbúðarinnar, vestan til.24Og höfuðsmaður Gersons ættleggs var Eliasaf, sonur Laels.25Það var sýslan Gersons sona við samkundutjaldið (að annast) búðina og tjaldið, þakið og dúkinn fyrir dyrum samkundutjaldsins,26og forgarðsins dúka, og forgarðsdyradúkinn, hvör (forgarður) var allt í kringum búðina og altarið, og dúkastögin og annað tilheyrandi.
27Og af Kahat er ætt Amramíta og ætt Jeseharíta, og ætt Hebroníta og ætt Úsielíta. Þessir eru kynþættir Kahatíta.28Eftir tölu allra karlkyns, mánaðargamalla og eldri 8.600, þeir önnuðust helgidóminn.29Ættleggir Kahatssona, tjölduðu fyrir sunnan búðina.30Og höfuðsmaður ættleggsins Kahatíta kynþátta, var Elisafan, sonur Úsiels.31Þeir skyldu annast örkina og borðið og hjálminn og altarið og þau helgu áhöld er þeir brúka við þjónustugjörðina, og fortjaldið, og allt sem þar til heyrir.32En yfirmaður Levítanna höfuðsmanna var Eleasar sonur Arons prests, hann hafði umsjón yfir þeim sem önnuðust umsorgun helgidómsins.
33Af Merarí er ætt Mahelíta og ætt Músíta, þetta eru kynþættir Meraríta.34Og þeir töldu af þeim, eftir tölu, allir karlkyns, mánaðargamlir og eldri, voru 6.200.35Og höfuðsmaður ættarinnar, Meraríta kynþátta, var Suríel sonur Abíhails. Og þeir tjölduðu norðanmegin við búðina.36Og umsjón og umhirðing Merarissona voru: fjalir búðarinnar, stangir og stólpar og öll þau tól, og allt sem þar til heyrði37og stólpar forgarðsins allt um kring, og þeirra pallar, hælarnir og stögin.38Og fyrir framan búðina, fyrir framan samkundutjaldið að austanverðu, tjölduðu Móses og Aron og hans synir, sem önnuðust helgidóminn fyrir Ísraelssyni; en sá framandi sem kom þar nærri skyldi deyðast.
39Allir þeir töldu Levítar, sem Móses og Aron höfðu talið eftir boði Drottins, eftir þeirra kynþáttum, allir karlkyns, mánaðargamlir og eldri, voru 22.000.
40Og Drottinn sagði við Móses: tel þú alla karlkyns frumburði, meðal Ísraelssona, mánaðargamla og eldri, og tak þú tölu þeirra nafna.41Og tak þú mér Levítana, mér Drottni, í stað frumburðanna meðal Ísraelssona, og fénað Levítanna, í staðinn fyrir allan frumburð Ísraelssona fénaðar.42Og Móses taldi, eins og Drottinn bauð honum frumburðina meðal Ísraelssona.43Og þar voru, allir karlkyns frumburðir, eftir tölu nafnanna, mánaðargamlir og eldri, allir taldir 22.273.
44Og Drottinn talaði við Móses, og mælti:45tak þú Levítana í staðinn fyrir alla frumburðina meðal Ísraelssona, og fénað Levítanna, í stað þeirra fénaðar, að Levítarnir tilheyri mér, mér Drottni.46En til innlausnar þeirra 273ja, sem eru fleiri en Levítarnir, af frumburðum Ísraelssona,47skaltu taka 5 sikla fyrir hvört höfuð; eftir helgidómssikli skaltu taka, 20 gera fyrir sikil.48Og fá þú peningana Aroni og hans sonum, lausnargjald fyrir þá sem umfram voru.49Svo tók Móses lausnargjaldið af þeim sem umfram voru, innlausn Levítanna;50af frumburðum Ísraelssona tók hann peningana 1.365 sikla, eftir helgidómssikli.51Og Móses afhenti lausnargjaldið Aroni og sonum hans eftir boði Drottins; eins og Drottinn bauð Móses.