1Jesus Nave(son) (Jósúa Núnsson) var öflugur í stríðum og spámaður næst eftir Móses.2Hann var, samkvæmt sínu nafni, mikill hjálpari hans útvöldu, í því að hefnast á óvinunum er mótstöðu gjörðu, svo að hann útvegaði Ísrael fasteign (erfð).3Hvörsu vegsamlegur varð hann, þá hann hóf upp sínar hendur og rykkti sverði mót borgunum?4Hvör hefir honum fremur þannig staðið? því Drottinn sjálfur leiddi til hans a) óvinina.5Fékk sólin ekki hindrun fyrir hans tilverknað (hönd) og varð ei einn dagur að tveimur?6Hann kallaði til ens æðsta Herra, þegar óvinirnir þrengdu að honum á allar hliðar, og sá mikli Drottinn bænheyrði hann.7Hann sveiflaði á óvina þjóðina haglsteinum ákaflega þungum og tortíndi mótstöðumönnunum í niðurgöngunni, svo að þjóðirnar fengju að kenna á þeirra (Ísraelsmanna) vopnum,8og (vissu) að hann (Jósúa) háði stríð í augsýn Drottins; því hann eftirfylgdi þeim almáttka.9Líka gjörði hann góðverk á Mósis dögum, hann og Kaleb, sonur Jefúnne, þá þeir stóðu á móti b) óvinunum, öftruðu fólkinu frá að syndga, og stöðvuðu það vonskufulla mögl.10Af 6 hundruð þúsundum manns héldu þeir og báðir lífi, til þess að leiða fólkið inn á þess eign, inn í það land sem flýtur í mjólk og hunangi.
11Drottinn veitti og Kaleb styrkleika, og hann hélt honum til elliára, svo hann gat farið (herför) móti fjalllendinu, og ætt hans hélt eigninni;12upp á það að allir Ísraelssynir sæju hvörsu gott það sé, að aðhyllast Drottin.
13Minning dómaranna, hvörs eins eftir hans nafni, sé og í blessan, þeirra sem ekki létu hjarta sitt sveigjast til hjáguðadýrkunar, og ekki féllu frá Drottni!14blómgist þeirra bein á sínum stað,15og þeirra nafn yngist upp, með því að verða vegsamlegt á þeirra sonum.
16Elskaður af sínum Drottni hóf Samúel, Drottins spámaður, kóngsríki, og smurði höfðingja yfir hans lýð.17Eftir lögmáli Drottins dæmdi hann söfnuðinn, og Drottinn leit til Jakobs með velþóknan.18Fyrir hans trúmennsku könnuðust allir við, að hann væri spámaður, og viðurkenndu, sökum hans trúmennsku, að hans vitrununum mætti trúa.19Hann ákallaði þann almáttka Drottin, þá óvinirnir þrengdu að honum á allar hliðar og fórnfærði dilk.20Og Drottinn þrumaði frá himni, og lét sína raust heyra í miklum dun.21Og hann sundurmolaði herforingja Týrusmanna og alla fyrirliða Filisteanna.22Og fyrir tíma þess eilífa svefns c), vitnaði hann frammi fyrir Drottni og þeim smurða: Engar eigur, ekki svo mikið sem skó, hefi eg tekið af nokkrum manni; og enginn gat ákært hann.23Og eftir að hann var sofnaður, spáði hann enn nú og kunngjörði kónginum hans afdrif; hann hóf úr jörðu sína raust, til þess með spádómi að afmá fólksins syndir (1 Sam. b. 28,15 sq).

V. 4. a. Aðr: leiddi stríðið. V. 9. b. Aðr: Söfnuðinum. V. 22. c. Áður en hann dó.