Enn nú sama efni.

1En þínir heilögu höfðu það mesta ljós, og hinir, sem heyrðu þeirra raust, en sáu ekki þeirra mynd, prísuðu þá sæla, að þeir liðu ekki illt líka.2Og þökkuðu að þeir ekki hefndu sín, þó þeir áður hefðu verið móðgaðir, og báðu um náð, að þeir hefðu sýnt þeim fjandskap.3Þar á mót veittir þú þeim eldlegan stólpa sem vegvísara á þeirri óþekktu ferð, og skaðlausa sól fyrir þeirra heiðurlega ferðalag.
4Vissulega höfðu hinir það verðskuldað, að sviptast ljósinu, og að vera haldnir sem fangar í myrkri, því þeir höfðu haldið þínum sonum í fjötrum, fyrir hvörra hönd þíns lögmáls óforgengilega ljós skyldi heiminum gefast.5Og þar eð þeir tóku það ráð, að deyða börn enna heilögu, þegar eitt barn var útborið sem hélt lífi, svo tókst þú burt til hegningar, fjölda af þeirra börnum, og lést þá hópum saman týnast í voldugu vatni.6Þessi nótt var vorum feðrum fyrirsögð, svo þeir vissu fyrir víst, hvaða eiði þeir trúðu og voru með glöðu geði.7Og svo vænti þitt fólk frelsis hinna réttlátu og eyðileggingar óvinanna.8Því að, með því sem þú refsaðir óvininum, með því enu sama gjörðir þú oss dýrðlega, oss, sem þú kallaðir til þín.9Því í leyni færðu þau guðrækilegu velferðarinnar börn þér fórnir, og einhuga gengu undir það guðlega lögmál, að þeir heilögu skyldu á líkan hátt taka hlutdeild í velgjörðum og hættum, undir eins og þeir áður sungu lofsöng til feðranna.10Þarámóti hljómaði laglaust óp óvinanna, og þeirra kvein útbreiddist yfir þau hörmuðu börn.11En með líkum dómi var þræl og herra refsað, og almúgamaðurinn leið það sama sem konungurinn.12Sameiginlega höfðu þeir allir ótal dauða, sama dauðdaga; því ekki hrukku þeir lifandi til að grafa, þegar þeirra dýrmætustu niðjar urðu afmáðir á svipstundu.13Þeir sem vegna töfranna voru vantrúaðir, hvað sem ágekk, viðurkenndu, að fólkið væri Guðs son, þá frumburðirnir dóu.14Því þegar djúp þögn umkringdi allt, og nóttin var á miðri rás,15þá fór þitt almáttuga orð niður af himni, frá því konunglega hásæti, sem voldugur stríðsmaður, mitt inn í það land sem tjón var ætlað,16berandi þitt alvarlega boð sem biturt sverð, og hann gekk að, og uppfyllti allt með dauða, það nam við himin, og gekk á jörðu.
17Þá skelfdu þá sviplega óttalegar draumsjónir og óvænt hræðsla kom yfir þá.18Og einn steyptist hér, annar þar hálfdauður niður, í því hann gjörði kunna þá orsök, af hvörri hann dó.19Því þeir draumar sem skelfdu þá, höfðu áður bent þeim til þess, svo þeir fyrirfórust, svo að þeir vel vissu, hvörs vegna þeir liðu illt.
20Að sönnu gjörði dauðinn líka árás á þá réttlátu, og mikið manntjón varð í eyðimörkinni; en reiðin varaði ekki lengi.21Því óstraffanlegur maður hljóp til að stríða fyrir þá; bar vopn síns embættis, bæn og reykelsi, og stóð móti reiðinni, og setti plágunni takmark, til vitnisburðar um, að hann væri þinn þénari.22Hann sigraði ekki grimmdina með líkamskrafti, ei heldur með vopnadáð, heldur vann með orði þann sem refsaði og minnti á eið og sáttmála feðranna.23Því þegar þeir dauðu höfðu steypst hvör yfir annan hópum saman, gekk hann þar í milli, stöðvaði reiðina og varði honum veg til þeirra, sem lifðu.24Því á hans skóskíða kyrtli var allur heimurinn, og feðranna heiður á þeim fjórum gröfnu steinaröðum og þín dýrð á höfuðbandi hans höfuðs.25Fyrir þessu hopaði fordjarfarinn og óttaðist það; því eintómt sýnishorn reiðinnar nægði.