Amasía Júdakóngur er sigraður af Jóas.

1Á öðru ári Jóas, Jóakas sonar, Ísraelskóngs, varð Amasia kóngur, sonur Jóas Júdakóngs.225 ára var hann þá hann varð kóngur, og 29 ár ríkti hann í Jerúsalem, en móðir hans hét Jóadan, í Jerúsalem.3Og hann gjörði það sem rétt var fyrir Drottins augsýn; þó ekki eins og Davíð faðir hans; hann breytti rétt viðlíka og faðir hans Jóas.4Hæðirnar voru ekki afteknar. Ennþá fórnaði fólkið og brenndi reykelsi á hæðunum.5En sem kóngsríkið festist í hans hendi, lét hann drepa þá sína þegna, sem höfðu myrt kónginn föður hans.6En syni þeirra sem drepið höfðu föður hans, lét hann ekki deyða, eins og skrifað stendur í lögbók Mósis d), eins og Drottinn hafði boðið, þá hann sagði: feður skulu ekki deyðast sakir sonanna, og synirnir skulu ekki deyðast sakir feðranna, heldur skal hvör einn deyðast fyrir sínar syndir.7Hann sigraði Edomíta í Saltdalnum, 10 þúsund manns a), og tók Sela í stríði, og nefndi Joktel, (svo heitir hún) allt til þessa dags d).
8Þá sendi Amasía menn til Jóas, sonar Jóakas, sonar Jehú kóngs í Ísrael, með þessa orðsending: kom! látum oss finnast c)!9En Jóas Ísraelskóngur gjörði aftur boð Amasía Júdakóngi, svolátandi: þyrnibúskurinn d) á Libanon sendi skilaboð sedrusviðnum á Libanon svolátandi: gefðu dóttur þína syni mínum fyrir konu. En villudýrin í Libanonsskógi hlupu þá yfir þyrnibúskinn og sundurtróðu hann. Þú hefir sigrað Edomíta, því hefir þér vaxið hugur; njóttu sæmdarinnar, og haltu þig heima! því viltu leita ógæfunnar, að þú fallir og Júdaríki með þér?
11En Amasía gaf því engan gaum; þá lagði Jóas Ísraelskóngur af stað, og þeir fundust, hann og Amasía Júdakóngur í Bet-Semes, sem tilheyrir Júda.12En Júda hafði ósigur fyrir Ísrael, og þeir flýðu hvör heim til sín.13Og Jóas Ísraelskóngur tók til fanga Amasía Júda-kóng, son Jóas, sonar Ahasía, í Bet-Semes, og kom til Jerúsalem og niðurreif Jerúsalems múrvegg frá Efraims hliði og allt að Hornhliðinu, 4 hundruð álnir.14Og tók allt gull og silfur og öll áhöld sem fundust í Drottins húsi, og í féhirslu kóngs hússins, og gísla, og fór aftur til Samaríu.15En hvað meira er um Jóas að segja, hvað hann gjörði, og um hans hreystiverk, og hvörsu hann stríddi við Amasía Júdakóng, þá er það skrifað í árbókum Ísraelskónga.16Og Jóas lagði sig hjá sínum feðrum, og var jarðaður í Samaríu hjá Ísraelskóngum, og Jeróbóam, hans son, varð kóngur í hans stað.17Og Amasía sonur Jóas, Júdakóngur, lifði eftir dauða Jóas Jóakassonar Ísraelskóngs, 15 ár.18En hvað meira er að segja um Amasía, það stendur skrifað í árbókum Júdakónga.19Og þeir gjörðu uppreisn móti honum í Jerúsalem, og hann flúði til Lakis, og þeir sendu eftir honum til Lakis og drápu hann þar.20Og þeir fluttu hann á hestum, og grófu hann í Jerúsalem, hjá sínum feðrum í Davíðsborg.21Þá tók allt Júda fólk Asaría (en hann var 16 ára gamall) og gjörði hann að kóngi, í stað Amasía, föður hans.22Hann byggði Elat, og lagði aftur undir Júda, eftir að kóngurinn var lagstur hjá sínum feðrum.
23Á 15da ári Amasía, sonar Jóas, Júdakóngs, varð Jeróbóam e) sonur Jóas kóngs í Ísrael, kóngur í Samaríu, (og ríkti) 41 ár.24Og hann aðhafðist það sem Drottni illa líkaði; hann vék ekki frá öllum syndum Jeróbóams sonar Nebats, sem hafði komið Ísrael til að syndga.25Hann setti aftur Ísraels landamerki í samt lag, frá héraðinu kringum Hemat, allt til stöðuvatnsins á sléttlendinu (Dauðahafsins) eftir orði Drottins Ísraels Guðs, sem hann hafði talað, fyrir sinn þénara Jóna Amítaisson spámanninn f), sem var frá Gat-Hefer.26Því Drottinn sá Ísraels eymd sem var mjög bitur, og allt farið, þræll og frelsingi, og enginn hjálpari fyrir Ísrael.27Og Drottinn hafði ekki sagt að hann vildi afmá Ísraels nafn undir himninum; og svo hjálpaði hann þeim fyrir hönd Jeróbóams Jóassonar.28En hvað meira er, að segja um Jeróbóam, og allt sem hann gjörði og hans hreystiverk, hvörsu hann stríddi og kom aftur Damaskus og Hemat undir Júda fyrir Ísraels (fulltingi), það stendur skrifað í árbókum Ísraelskónga.29Og Jeróbóam lagði sig hjá sínum feðrum, hjá Ísraelskonungum, og Sakaría, hans son, varð kóngur í hans stað a).

V. 6. d. Devt. 24,16. 2 Kron. 25,4. V. 7. a. 2 Kron. 25,11. b. Jós. 15,38. V. 8. c. Finnast þ. e. reyna með okkur í stríði. V. 9. d. Dóm. 9,14. V. 15. 2 Kron. 25,26. V. 18. 2 Kron. 25,1. V. 21. 15,1.2. V. 23. e. Hós. 1,1. Am. 1,1. V. 24. 1 Kóng. 15,26. 16,19–26.31. V. 25. f. Jón. 1,1. V. 26. Devt. 32,36. 1 Kóng. 14,10. 21,21. V. 29. a. 15,8.V. 6. d. Devt. 24,16. 2 Kron. 25,4. V. 7. a. 2 Kron. 25,11. b. Jós. 15,38. V. 8. c. Finnast þ. e. reyna með okkur í stríði. V. 9. d. Dóm. 9,14. V. 15. 2 Kron. 25,26. V. 18. 2 Kron. 25,1. V. 21. 15,1.2. V. 23. e. Hós. 1,1. Am. 1,1. V. 24. 1 Kóng. 15,26. 16,19–26.31. V. 25. f. Jón. 1,1. V. 26. Devt. 32,36. 1 Kóng. 14,10. 21,21. V. 29. a. 15,8.