Ættartölur frá Adam til Abrahams. Hamsniðjar. Sbr. Gen. Kap. 5. 10. 11. 21. 25. 26.

1Adam, Set, Enos,2Kenan, Mahalalel, Jared,3Henok, Methúsala, Lamek,4Nóa, Sem, Kam og Jafet.5Synir Jafets (eru) Gómer og Magog og Madai og Jaran og Tubal og Mesek og Tiras.6Og synir Gómers: Askenas og Nífat og Tógarma.7Og synir Javans: Elísa og Tarsisa, Kitim og Dódanim.8Synir Kams: Kús og Misraim, Put og Kanaan;9Og synir Kús: (Meroe), 1 Msb. 10,7. Seba og Havila og Sabta og Raema og Sabteka; og Raema synir: Sabea og Dedan.10Og Kús gat Nimrod; sá hinn sami tók til að verða voldugur á jörðunni.11Og Misraim gat þá Lyda og Anama og Lehaba og Nafthua,12og Patrúsa og Kaslúa, (af hvörjum Filistear eru komnir) og Kaftóra.13Og Kanaan gat Sídon sinn frumgetning og Het,14og Jebusi og Amori og Gergesi,15og Heví og Arki og Síni,16og Arvadi og Semari og Hemati.17Synir Sems: Elam og Assúr og Arfaksad og Lúd og Aram og Us og Hul og Geter og Mesek.18Og Arfaksad gat Sela, og Sela gat Eber.19Og Eber fæddust tveir synir; annar hét Peleg, því á hans dögum var jörðinni skipt; bróðir hans hét Jóktan.20Og Jóktan gat Almódad og Selef og Hasarmavet og Jera,21og Hadóram og Usal og Dikla,22og Ebal og Abímael og Seba,23og Ofír og Hevila og Jóbab. Allir þessir eru synir Jóktans.24Sem, Arfaksad, Sela.25Eber, Peleg, Reu,26Serug, Nahor, Tara,27Abram, það er Abraham.
28Synir Abrahams (voru): Ísak og Ísmael.29Þetta er þeirra ætt: Ísmaels frumgetni Nebajot og Kedar og Abdeel og Mibsam,30Misma og Duma, Massa, Hadad og Tema,31Jetur, Nafis og Kedma. Þessir eru synir Ísmaels.32Og synir Keturu, hjákonu Abrahams: hún fæddi Simran og Jóksan og Medan og Midían og Jesbak og Súa. Og synir Jóksans: Seba og Dedan.33Og synir Midians: Efa og Efer og Henok og Abida og Eldaa. Allir þessir eru Keturu synir.34Og Abraham gat Ísak. Synir Ísaks: Esau og Ísrael.
35Esaú synir: Elifas, Regúel og Jeus og Jaelam og Kóra.36Elifas synir: Teman og Omar, Sefi og Gaetam, Kenas og Timna og Amalek.37Synir Regúels: Nahat, Sera, Samma og Missa.38Og synir Seirs: Lótan og Sóbal og Síbeon og Ana og Díson og Eser og Disan.39Og synir Lótans: Hóri og Hóman og Lótans systir Timna.40Synir Sóbals: Alian og Manahat og Ebal, Sefi og Onam. Og synir Sibeons: Aja og Ana.41Synir Ana: Dison. Og synir Dísons: Hamran og Esban og Jetran og Keran.42Og synir Esers: Bilan og Savan og Jaekan. Synir Disans: Us og Aran.43Og þessir eru þeir kóngar sem ríktu í Edomíta landi, áður en kóngur drottnaði yfir Ísraelssonum: Bela sonur Beors, og nafn hans borgar var Dinhaba.44Og Bela dó, þá varð kóngur í hans stað Jóbab, Serason frá Bósra.45Og Jóbab dó, þá varð kóngur í hans stað Húsam, úr Temaníta
landi.46Og Húsam dó, þá varð kóngur í hans stað Hadad Bedadsson, sem vann Midianíta á Móabs völlum. Og nafn hans borgar var Avit.47Og Hadad dó, þá varð kóngur í hans stað Samla frá Mafreka.48Og Samla dó, þá varð kóngur í hans stað Sál, frá Rehobot við ána.49Og Sál dó, þá varð kóngur í hans stað Balhanan, sonur Akors.50Og Balhanan dó, þá varð kóngur í hans stað Hadad, og borg hans hét Pai, og kona hans hét Mehetabeel, dóttir Matreds, dóttur Mesababs.51Og Hadad dó.
Og þessir voru höfðingjar Edoms: höfðinginn af Timna, höfðinginn af Alia, höfðinginn af Jetet,52höfðinginn af Ahalibama, höfðinginn af Ela, höfðinginn af Pinon,53höfðinginn af Kenas, höfðinginn af Teman, höfðinginn af Mibsar,54höfðinginn af Magdíel, höfðinginn af Iram, þessir eru Edoms höfðingjar.