Niðjatal Adams

1 Adam, Set, Enos, 2 Kenan, Mahalalel, Jared, 3 Henok, Metúsala, Lamek, 4 Nói, Sem, Kam og Jafet.
5 Synir Jafets voru Gómer og Magóg og Madaí og Javan og Túbal og Mesek og Tíras. 6 Synir Gómers voru Askenas og Rífat og Tógarma. 7 Synir Javans voru Elísa og Tarsis, Kittar og Ródanítar. 8 Synir Kams voru Kús og Mísraím, Pút og Kanaan. 9 Synir Kúss voru Seba og Havíla og Sabta og Raema og Sabteka. Og synir Raema voru Séba og Dedan. 10 Og Kús gat Nimrod. Hann varð fyrsta hetjan á jörðinni. 11 Og Mísraím[ gat Lúdíta og Anamíta og Lehabíta og Naftúbíta, 12 og Patrúsíta og Kaslúkíta, sem Filistear eru komnir af, enn fremur Kaftóríta. 13 Og Kanaan gat Sídon, frumburð sinn, og Het 14 og Jebúsíta og Amoríta og Gírgasíta 15 og Hevíta og Arkíta og Síníta 16 og Arvadíta og Semaríta og Hamatíta.
17 Synir Sems voru Elam og Assúr og Arpaksad og Lúd og Aram og Ús og Húl og Geter og Mas. 18 Arpaksad gat Sela og Sela gat Eber 19 og Eber fæddust tveir synir. Annar hét Peleg,[ því að á hans dögum var jörðinni skipt, en bróðir hans hét Joktan. 20 Og Joktan gat Almódad og Selef og Hasarmavet og Jera 21 og Hadóram og Úsal og Dikla 22 og Ebal og Abímael og Séba 23 og Ófír og Havíla og Jóbab. Allir þessir menn voru synir Joktans.
24 Sem, Arpaksad, Selam, 25 Eber, Peleg, Reú, 26 Serúg, Nahor, Terak, 27 Abram, það er Abraham.

Niðjatal Abrahams

28 Synir Abrahams voru Ísak og Ísmael. 29 Þetta er niðjatal þeirra: Nebajót var frumburður Ísmaels, þá Kedar og Adbeel og Míbsam 30 og Misma og Dúma og Massa og Hadad og Tema 31 og Jetúr og Nafis og Kedma. Þeir voru synir Ísmaels.
32 Þetta eru synir Ketúru, hjákonu Abrahams. Hún ól Símran og Joksan og Medan og Midían og Jísbak og Súa. Og synir Joksans voru Séba og Dedan 33 og synir Midíans: Efa og Efer og Hanok og Abída og Eldaa. Allir þessir menn voru synir Ketúru.
34 Og Abraham gat Ísak. Synir Ísaks voru Esaú og Ísrael.
35 Synir Esaú voru Elífas, Regúel og Jehús og Jaelam og Kóra. 36 Synir Elífasar voru Teman og Ómar, Sefí og Gaetam, Kenas og Timna og Amalek. 37 Synir Regúels voru Nahat, Sera, Samma og Missa. 38 Og synir Seírs voru Lótan og Sóbal og Síbeon og Ana og Díson og Eser og Dísan. 39 Og synir Lótans voru Hóri og Hómam og systir Lótans var Timna. 40 Synir Sóbals voru Aljan og Manahat og Ebal, Sefí og Ónam. Og synir Síbeons voru Aja og Ana. 41 Sonur Ana var Díson. Og synir Dísons voru Hamran og Esban og Jítran og Keran. 42 Synir Esers voru Bilhan og Saavan og Jaakan. Synir Dísons voru Ús og Aran.

Konungar og höfðingjar í Edóm

43 Og þetta eru konungarnir sem ríktu í landi Edóms áður en konungar ríktu yfir Ísraelsmönnum: Bela Beórsson. Borg hans hét Dínhaba. 44 Þegar Bela dó varð Jóbab Serason frá Borsa konungur eftir hann. 45 Þegar Jóbab dó varð Húsam frá landi Temaníta konungur eftir hann. 46 Þegar Húsam dó varð Hadad Bedadsson konungur eftir hann. Hann sigraði Midíaníta á Móabsvöllum. Borg hans hét Avít. 47 Þegar Hadad dó varð Samla frá Masreka konungur eftir hann. 48 Þegar Samla dó varð Sál frá Rehóbót við fljótið konungur eftir hann. 49 Þegar Sál dó varð Baal Hanan Akborsson konungur eftir hann. 50 Þegar Baal Hanan dó varð Hadad konungur eftir hann. Borg hans hét Pagí. Kona hans hét Mehetabeel, dóttir Matredar, dóttur Mesahabs.
51 Þegar Hadad dó tóku ættarhöfðingjar völdin í Edóm: höfðingjarnir frá Timma, Alva, Jetet,[ 52 Oholíbama, Ela, Pínon, 53 Kenas, Teman, Mibsar, 54 Magdíel og Íram. Þetta voru ættarhöfðingjar Edómíta.