Um hernað Nebúkadnesars í Egyptalandi, 1–19; og um undirokun landsins, 20–26.

1Ennfremur talaði Drottinn til mín þessum orðum:2þú mannsins son, spá og seg: Svo segir Drottinn alvaldur: hefjið upp harmahljóð: vei þeim degi!3því dagurinn er nálægur, dagur Drottins er nálægur; sá dimmi dagur, sá tiltekni tími þjóðanna, mun koma.4Sverðið skal koma yfir Egyptaland; og Bláland skal skelfast, þegar mannfallið verður í Egyptalandi, og innbúar landsins verða herteknir, og grundvellir þess umturnaðir;5Blálendingar, Mórlendingar, Lýdar, allur sá útlenski þjóðblendingur, Kúbar og innbúar sambandslandanna skulu ásamt með þeim fyrir sverði falla.6Svo segir Drottinn: liðveislumenn Egyptalands skulu falla, og hroki þess yfir styrk sínum skal lægður verða; frá Migdol og allt til Sýene skulu innbyggjendurnir fyrir sverði falla, segir Drottinn alvaldur.7Egyptaland skal liggja í eyði, eins og önnur eyðilönd, og borgir þess skulu verða, eins og aðrir niðurbrotnir staðir;8og þeir skulu viðurkenna, að eg em Drottinn, þegar eg legg eld í Egyptaland, og allir liðveislumenn þess tortýnast.9Á þeim degi skulu sendiboðar fara frá mér á skipum, til að flytja þessi ótíðindi til þeirra ugglausu Blálendinga, og hjá þeim skal önnur eins skelfing upp rísa, eins og í Egyptalandi á þess degi; því, sjá! ógæfan steðjar að.10Svo segir Drottinn alvaldur: eg skal láta Nebúkadnesar Babels konung þagga niður glauminn í Egyptalandi;11það er búið að gjöra boð eftir honum og hans mönnum með honum, þeim mestu ofbeldismönnum, sem til eru, til að herja landið; þeir skulu fara herliði yfir Egyptaland og vinna þar hin mestu manndráp.12Eg skal uppþurrka vatnsstraumana, selja landið í hendur illþýðis, og láta útlenda menn eyðileggja það með öllu því, sem í því er; eg Drottinn hefi talað það.13Svo segir Drottinn alvaldur: eg vil afmá skurðgoðin og eyða afguðunum í Nóf, enginn egypskur höfðingi skal framar til vera, því eg vil útbreiða ógnarskelfingu yfir Egyptaland:14eg vil eyðileggja Patrós, leggja eld í Sóan, og láta dóminn ganga yfir Nó:15eg vil útausa minni heift yfir Sín, varnarvirki Egyptalands, og eyðileggja Hammon-Nó.16Eg vil uppkveikja eld í Egyptalandi, Sín skal titra og skjálfa, Nó skal yfirunnin verða, og Nóf skal aðsókn mæta á björtum degi;17ungir menn í On og Búbastus skulu fyrir sverði falla, en aðrir innbyggjendur í útlegð fara.18Í Takpanes skal dagurinn verða dimmur, þegar eg sundurbrýt ríkissprota Egyptalands, og dramblætið yfir veldi þess niðurbælist þar; ský skal hylja borgina, þegar dætur hennar verða að fara í útlegð.19Þannig vil eg láta refsidóminn koma yfir Egyptaland, svo þeir skulu viðurkenna, að eg em Drottinn.
20Á ellefta árinu, þann sjöunda dag hins fyrsta mánaðar, talaði Drottinn til mín svolátandi orðum:21þú mannsins son, eg hefi brotið armlegg faraós, Egyptalandskonungs; sjá! það er ei um hann bundið, að hann megi heill verða, ekki lagðar við hann spelkur, að hann geti styrkur orðið og fái sverðinu valdið.22Þar fyrir segir Drottinn alvaldur svo: sjá, eg rís upp móti faraó, Egyptalandskonungi, brýt armleggi hans, þann heila jafnt og þann brotna, og læt sverðið falla úr hendi hans;23eg vil tvístra Egyptalandsmönnum meðal þjóðanna, og dreifa þeim út um löndin.24Eg vil styrkja armleggi Babelskonungs og fá honum sverð mitt í hönd, en brjóta armleggi faraós, svo hann skal liggja stynjandi fyrir fótum honum, eins og helsár maður;25eg vil styrkja armleggi Babelskonungs, en armleggir faraós skulu niður síga, svo að menn skulu viðurkenna, að eg em Drottinn, þegar eg fæ Babelskonungi mitt sverð í hönd, og hann bregður því á móti Egyptalandi.26Þá skal eg tvístra Egyptalandsmönnum meðal þjóðanna og dreifa þeim út um löndin, svo að þeir skulu viðurkenna, að eg em Drottinn.