Móses boðar það tíunda undur.

1Drottinn mælti við Móses: eg vil enn láta eina plágu koma yfir faraó og Egyptaland; þá mun hann leyfa yður að fara héðan, hann mun ei aðeins veita yður fullkomið orlof, heldur og reka yður á burt héðan.2Seg nú í áheyrn fólksins, að hvör karlmaður fái hjá vin sínum, og hvör kvenmaður hjá vinkonu sinni, silfurker og gullker að láni.3Og Drottinn lét Egyptalandsmenn auðsýna fólkinu þennan greiða; líka var Móses einhvör hinn mesti maður í Egyptalandi, bæði eftir áliti faraós manna og í augum fólksins.
4Þá sagði Móses: Svo segir Drottinn: um miðnætti vil eg ganga mitt í gegnum Egyptaland,5og þá skulu allir frumburðir í Egyptalandi deyja, frá faraós frumgetna syni, sem situr í sínu hásæti, og til frumgetnings þeirrar ambáttar, sem stendur við kvörnina, og allur frumburður fénaðarins.6Þá skal uppkoma mikið sorgarkvein í öllu Egyptalandi, hvörs líki ekki hefir verið, og mun ekki verða.7En á meðal Ísraelsmanna skal hvörki mönnum né skepnum neitt að grandi verða, svo þér vitið, hvörn mun Drottinn gjörir á Ísraelsmönnum og egypskum.8Þá skulu allir þessir þjónar þínir koma ofan til mín, falla til jarðar fyrir mér, og segja: far þú á burt, og allt það fólk sem þér fylgir; og eftir það vil eg á burtu fara. síðan gekk hann út frá faraó og var mjög reiður.
9Drottinn mælti við Móses: faraó mun ekki hlýða yður, til þess að mín tákn verði margföld í Egyptalandi.10Þeir Móses og Aron gjörðu öll þessi tákn fyrir faraó; en Drottinn forherti hans hjarta, svo hann ekki vildi leyfa Ísraelsmönnum að fara úr landi.