Job svarar.

1Job svaraði og sagði:2heyrið vendilega mitt tal! og látið það vera huggun af yðar hendi!3hafið umburðarlyndi við mig meðan eg er að tala, og þegar eg er búinn að tala út, megið þér gjöra að mér gys.4Hefi eg (aðeins) klögumál fyrir mönnum, sé svo, hví skyldi þá ei minn andi verða óþolinmóður.5Snúið yðar andliti til mín og skelfist! og leggið yður hönd á munn!6Því þegar eg hugsa til þess, þá hræðist eg, og skjálfti kemur í mitt hold.7Hví lifa hinir óguðlegu, verða gamlir, já, verða ákaflega ríkir?8Þeirra sæði staðfestist fyrir þeirra augsýn við þeirra hlið; og þeirra niðjar eru ávallt fyrir þeirra augum.9Þeirra hús eru óhult, án hræðslu, og Guðs hirtingarvöndur er ekki á lofti yfir þeim.10Þeirra naut eru frjóvsöm og bregðast ekki; þeirra kýr bera, og láta ekki kálfi.11Þeir senda út eins og hjörð sína niðja; og börn þeirra stökkva og leika sér.12Þeir taka undir með trumbum og hörpum og gleðja sig við sitarsins hljóm!13þeir eyða sínum dögum í fögnuði; og á einu augnabliki niðurstíga þeir í gröfina.14Þó segja þeir við Guð: „vík þú frá oss! vér viljum ekki vita af þínum vegum.15Hvör er sá Almáttugi, að vér skyldum þjóna honum? eða hvað stoðar oss það að biðja hann?“16Sjá! er þeirra lukka ekki þeim í hendi? (ráð þeirra óguðlegu sé langt frá mér).17Hvörsu oft slokknar ljós hinna óguðlegu! og hvörsu oft kemur ólukkan yfir þá, þegar Guð útbýtir þeim sorg í sinni reiði.18Hvörsu oft verða þeir sem strá fyrir vindi, sem fis það er stormurinn burtfeykir?19Guð geymir börnunum föðursins rangindi, honum skyldi hann endurgjalda sjálfum, að hann fyndi til þess.20Hans augu skyldu sjá hans eigin fordjörfun! og hann skyldi drekka sjálfur af reiði hins Almáttuga.21Því hvað gefur hann um sitt hús eftir sinn dauða, þegar tala hans mánaða er fullkomnuð.22Hvör getur kennt Guði vísdóm? honum, sem dæmir þá hæstu.23Þessi deyr í sinni mestu velgengni, rólegur og óhultur.24Hans ílát eru full af mjólk, og í hans beinum er nýr mergur.25En annar deyr í sálar angist og hefir ekki smakkað hið góða.26Þeir liggja hvör hjá öðrum í duftinu, og maðkarnir hylja þá.27Sjá! eg þekki yðar hugsanir, og hvað þér útstundið til að gjöra mér órétt.
28Þér munuð segja: hvar er hús hins volduga? og hvar er tjaldbúð hinna óguðlegu?29Hafið þér ekki spurt ferðamennina? þér verðið að þekkja þeirra mark.30Sá vondi geymist til ólukkunnar dags; á hefndarinnar degi verður hann fluttur til jarðarinnar.31Hvör setur honum fyrir sjónir hans breytni? og hvör betalar honum fyrir það sem hann hefir gjört.32Hann verður fluttur til grafarinnar, og hans minning varðveitist við leiðið.33Dalsins mold hvílir hægt yfir honum, og hvör maður fer eftir honum, og óteljandi eru á undan farnir.34Hví huggið þér mig þá með fánýtri von? yðar svör eru vonska.