Um þær daglegu brennifórnir og eldinn á altarinu er aldrei mátti slokkna. Matfórnir prestanna. Forlíkunarfórnir er etast mega af prestunum.

1Ennframar talaði Drottinn við Móses og sagði:2Gef þú Aron og sonum hans þetta lögmál um brennifórnir: Brennifórnin skal vera alla nóttina til birtingar yfir eldi þeim sem á altarinu brennur, er skal haldast lifandi á því.3Presturinn skal þá færa sig í sín línklæði og draga sínar línbrækur á sig til að hylja sína blygðan; síðan skal hann upptaka öskuna, sem er eftir brennifórnina er eldurinn hefir eytt á altarinu, og steypa henni niður við hlið altarisins.4Þar eftir skal hann afklæðast þessum klæðum og íklæðast öðrum og bera öskuna út fyrir herbúðirnar á hreinan stað.5En eldurinn skal á altarinu brenna og aldrei slökkna, og presturinn skal árla á sérhvörs dags morgni leggja við að eldinum og raða brennifórninni ofan á viðinn og þar yfir upptendra feiti þakklætisfórnanna.6Eldurinn skal sífellt brenna á altarinu, og aldrei slökkna.
7En þannig hljóðar lögmálið um matfórnir: synir Arons skulu bera það fram fyrir auglit Drottins fyrir altarið,8og einn þeirra skal taka knefa fullan af hveitimjöli og viðsmjöri matfórnarinnar, og allt reykelsið, sem fylgir henni, og upptendra á altarinu Drottni til sætleiksilms, til minningarfórnar fyrir Drottin;9en það sem eftir er af matfórninni skal Aron og synir hans eta. Ósýrt skal það etast á helgum stað; í forgarði samkundutjaldbúðarinnar skulu þeir eta það;10það má ekki bakast með súrdeigi; það er þeirra hluti sem eg gef þeim af því, er brennast átti í mínum eldi; það er háheilagt, eins heilagt og syndafórnir og sektafórnir.11Allt karlkyns af Aronssonum má eta þar af; það er sá hluti af Drottins fórnum, sem eilíflega er ánafnaður yðar ætt; en sá verður að vera vígður sem snertir hann.
12Ennframar talaði Drottinn til Móses og sagði:13Sú fórnargáfa sem Aron og hans synir skulu bera Drottni á vígsludeginum, er: tíundi partur efa af hveitimjöli, helmingurinn skal framberast árla morguns, en hinn helmingurinn að kvöldi dags. Þetta skal vera (þeirra) stöðuga fórnargáfa.14Hún skal matreiðast, eltast og snúast í viðsmjöri á steikarapönnu og þannig bakaða í molum skaltu framkoma með þína matfórn, færa hana Drottni til sætleiksilms.15Sá af sonum Arons sem vígður verður til prests í hans stað, skal tilbúa hana. Það er ægildandi reglugjörð Drottins að hún öllsaman brennist.16Sérhvörs prests matfórn skal þannig meðfarast; hún má ekki etast.
17Ennframar sagði Drottinn til Móses:18Þetta boðorð skaltu gefa Aron og sonum hans um syndafórnina: að á á þeim stað sem brennifórnin slátrast skuli og syndafórnin slátrast fyrir augliti Drottins, og er hún háheilög fórn.19Presturinn sem framber syndafórnina skal eta hana; á háhelgum stað á hún að etast, í forgarði samkundutjaldbúðarinnar;20og hvör sá sem snertir kjöt hennar á að vera vígður. En ef nokkuð af blóði syndafórnarinnar spýtist á klæði hans, þá skal hann þvo það burt á helgum stað;21en leirkerið sem hún hefir verið soðin í, skal brjótast, en ef hún hefur verið soðin í koparpotti, skal potturinn fægjast og síðan þvost í vatni.22Sérhvört karlkyns af prestaætt má eta þar af, þó það sé kjöt háheilagt.23En engi syndafórn, af hverrar blóði nokkuð er innborið í samkundutjaldbúðina til forlíkunar í helgidóminum, má etast, heldur á að uppbrennast í eldi.

V. 9. Eta þ. e. það skal vera prestanna tekja þeim til uppeldis; aðrir en prestarnir máttu ekki snerta það, því síður eta. Sjá skýr. við k. 2. v. 10. V. 19. Eftir að musterið var byggt af Salomóni kóngi vóru þessar veislur haldnar í sölum er byggðir vóru í musterisins forgarði.