Bæn um ríkisins viðréttingu.

1Til söngmeistarans; Sálmur fyrir Koras börn.2Drottinn þú sem áður varst miskunnsamur þínu landi, þú hefir leitt heim Ísraels fanga.3Þú hefir burttekið misgjörð þíns fólks, þú hefir falið þess synd, (málhvíld).4Þú hefir lagt afsíðis alla þína reiði, þú hefir hætt á ákefð þinnar bræði.5Snú þér til vor, vor frelsis Guð! og slepp þinni óvináttu við oss.6Ætlar þú eilíflega að vera oss reiður? viltu útþenja þína reiði frá kyni til kyns?7Viltu ei lífga oss aftur, að þitt fólk megi gleðja sig í þér?8Drottinn! lát oss sjá þína miskunn, og veit þú oss hjálp.9Eg vil heyra það sem Drottinn talar, því hann talar frið til síns fólks og til sinna heilögu, einasta að þeir ei hverfi aftur til heimskunnar,10já, hans frelsi er þeim nálægt sem hann óttast, svo skal þá dýrðin búa í voru landi.11Miskunn og trúfesti munu mæta hvör annarri, réttvísi og friður kyssa hvort annað,12trúfesti mun uppspretta af jörðunni og réttlætið líta niður af himninum.13Drottinn mun og gefa blessan, og vort land gefa sinn ávöxt.