Móti harðstjórum.

1Sálmur Asafs. Guð stendur í Guðs söfnuði, hann heldur dóm meðal guðanna.2Hvörsu lengi viljið þér dæma rangt, og halda með þeim óguðlegu.3Látið lítilmagnann og þann föðurlausa ná rétti, útvegið réttvísi aumingjanum og þeim fátæka.4Bjargið lítilmagnanum og hinum snauða, frelsið hann af hendi hins óguðlega.5En þeir þekkja það ekki, þeir skilja það ekki, í myrkrinu ganga þeir, því hristist allur landsins grundvöllur.6Eg hefi sagt: þér eruð guðir, og þér eruð allir börn hins æðsta.7En—þér skuluð samt deyja sem menn og falla sem aðrir höfðingjar.8Guð! stattu upp og dæmdu jörðina, því þú ríkir yfir öllum þjóðum.