Sama efni.

1Og Jósafat Júdakóngur kom lukkulega heim í sitt hús í Jerúsalem.2Þá gekk Jehú sonur Hanani, sjáandinn, á móti honum og sagði við Jósafat konung: á maður að hjálpa þeim óguðlega, og þú elskar Drottins óvini? Og fyrir þá skuld kemur reiði yfir þig frá Drottni;3þó er eitthvað gott hjá þér fundið, að þú hefir komið burt offurlundunum úr landinu, og hneigt þitt hjarta til að leita Guðs.
4Og Jósafat staðnæmdist í Jerúsalem. Og hann fór í annað sinn út meðal fólksins, frá Berseba allt til Efraimsfjalls, og leiddi þá aftur til Drottins, þeirra feðra Guðs.5Og hann setti dómara í landinu, í öllum stöðum Júda þeim víggirtu, í hvörri borg.6Og hann sagði við dómarana: gáið að hvað þér gjörið, því ekki dæmið þér fyrir mönnum heldur fyrir Guði; og hann er hjá yður í yðar dómara verkum.7Og nú sé Drottins ótti yfir yður, gáið að hvað þér gjörið, því hjá Drottni vorum Guði er ekkert ranglæti og ekkert manngreinar álit og hann þiggur engar mútur.
8Og líka setti Jósafat í Jerúsalem Levíta og presta og ættfeður af Ísrael til að dæma Drottins dóma, og til að gegna málum, þá þeir voru komnir til Jerúsalem.9Og hann bauð þeim og sagði: svo skuluð þér breyta í ótta Drottins með trúmennsku og hreinskilnu hjarta;10og hvaða mál sem fyrir yður kemur frá yðar bræðrum, sem búa í sínum stöðum, hvört sem það er milli blóðs og blóðs, eða (viðvíkur) lögum og boðorði og setningum og réttindum, svo undirvísið þeim, að þeir ekki gjöri sig seka við Drottin, og að engin reiði komi yfir þá og þeirra bræður; svo skuluð þér breyta, og gjöra yður ekki seka.11Og sjá! Amaría, prestahöfðingi, er yfir yður, í öllum Drottins málefnum; og Sebadía sonur Ísmaels, höfðingi yfir Júda húsi, í málefnum kóngsins; og þér hafið fyrir yður forstöðu menn Levítanna. Verið fastir í yðar störfum! og Drottinn sé með þeim góðu.