1.) Sáttmálsboginn. 2.) Vínyrkja og hennar afleiðingar.

11.) Þá blessaði Guð Nóa og sonu hans, og sagði til þeirra: verið frjóvsamir, margfaldist og uppfyllið jörðina.2Yðar ótti og ógnan skal vera yfir öllum dýrum jarðarinnar, yfir öllum fuglum himinsins, og öllu sem hrærist á jörðunni, og yfir öllum fiskum sjávarins, á yðar vald er þetta gefið;3allt sem hrærist og lifir, skal vera yður fæða; eins og grænar jurtir, hefi eg gefið yður allt þetta,4einasta skuluð þér ekki eta holdið með lífinu, með blóðinu;5og einasta yðar blóðs, sem yðar líf er í, mun eg hefna. Af hendi hverrar skepnu mun eg þess krefja, og af hendi mannsins; af hans bróður mun eg taka hefnd fyrir mannsins líf.6sá sem úthellir mannsins blóði, hans blóði skal verða úthellt af manninum; því Guð gjörði manninn eftir sinni mynd.7En ávaxtist og margfaldist, og útdreifist um jörðina og fjölgið á henni.8Og Guð talaði við Nóa og syni hans með honum:9sjá! eg gjöri sáttmála við yður, og við yðar niðja eftir yður,10og við allar lifandi skepnur sem með yður eru, við fénaðinn og við öll dýr jarðarinnar, hjá yður, sem útgengu úr örkinni, af öllum dýrum jarðarinnar.11Þetta er minn sáttmáli við yður: framar mun ekki eyðileggjast allt hold af vatnsflóði, og framar mun ekki flóð kom til að eyðileggja jörðina.12Og Guð sagði: þetta er merki sáttmálans sem eg gjöri milli mín og yðar og allra lifandi skepna sem hjá yður eru til eilífrar tíðar:13Minn boga set eg í skýin, að hann sé merki sáttmálans milli mín og jarðarinnar.14Og það mun ske, þá eg samandreg ský yfir jörðina, og minn bogi sést í skýjunum,15svo mun eg minnast sáttmálans milli mín og yðar, og allra lifandi sálna í öllu holdi, að hér eftir skal ekki vatnið verða að flóði, til að eyðileggja allt hold.16Og standi boginn í skýjunum, svo horfi eg á hann til endurminningar þess eilífa sáttmála milli Guðs og allra lifandi sálna í öllu holdi sem er á jörðunni.17Og Guð sagði við Nóa: þetta er merki sáttmálans, sem eg gjöri milli mín og alls holds, sem er á jörðunni.18Og þeir synir Nóa sem gengu úr örkinni voru þeir: sem, Kam og Jafet, en Kam var faðir Kanaans;19þessir eru þeir þrír Nóa synir, og niðjar þeirra dreifðust um alla jörðina.
202.) En Nói fór að yrkja jörðina, og plantaði víngarð.21Og hann drakk af víninu, og varð drukkinn, og lá ber í sínu tjaldi.22Og Kam faðir Kanaans sá nekt föður síns, og sagða báðum sínum bræðrum frá, sem úti voru.23Þá tóku þeir sem og Jafet fat, og lögðu sér á herðar og gengu aftur á bak og huldu nekt föður síns, en andlit þeirra sneru frá, svo þeir sáu ekki nekt föður síns.24En sem Nói vaknaði af ölværðinni, fékk hann að vita hvað sonur hans hinn yngri hafði honum gjört.25Þá mælti hann: bölvaður sé Kanaan, þræla þræll sé hann sinna bræðra,26og hann sagði: lofaður sé Drottinn Sems Guð, og Kanaan sé hans þræll!27Guð rýmki til fyrir Jafet, og láti hann búa á nafnkenndum stað og Kanaan sé hans þræll.28Og Nói lifði eftir flóðið þrjú hundruð og fimmtíu ár,29og allir Nóa dagar voru níu hundruð og fimmtíu ár. Þá dó hann.

V. 4. 5 Mósb. 12,23. V. 26. aðrir: í Sems tjaldbúðum.