Antíokus æðir í Jerúsalem.

1Um þetta leyti fór Antíokus í annað sinn herför til Egyptalands.2Þá bar það við, að í allri borginni sáust í 40 daga riddarar, sem riðu í loftinu, í gullofnum kápum, vopnaðir lensum, hópum saman,3og riddaralið niðurskipað í fylkingar, sem rendu hvör á móti annarri og hlupust á, (menn sáu) skildina blika, fjölda spjótanna, að sverðum var brugðið, að skotvopnum var skotið, og að skein á þau gullbúnu hertygi og margslags brynjur.4Því báðu allir að þessi sjón mætti boða eitthvað gott.5En er ósönn tíðindi bárust, að Antíokus væri dáinn, tók Jason sér ekki færri en þúsund menn, og gjörði sviplega árás á borgina. Þá þeir nú voru komnir upp á múrana, og staðurinn var loks tekinn, flúði Menelaus í kastalann.6En Jason drap sína eigin meðborgara miskunnarlaust, og lét sér ekki til hugar koma, að heppni í stríði móti meðborgurum er hin mesta óheppni; en hann sem ætlaði, að hann hrósaði sigri yfir óvinum, en ekki landsmönnum (sveitungum),7fékk ekki æðsta vald, heldur uppskar svívirðu ávöxt síns fyrirtækis, og sem útlagi fór hann aftur í Ammoníta land.8Nú hittu hann afdrif hans illu breytni, því klagaður c) fyrir Aretas, kóngi arabiskra, og flýjandi úr borg í borg, og ofsóttur af öllum og hataður, sem sá, er fráhverfur var orðinn lögmálinu, og sem öllum stóð stuggur af, sem böðli föðurlandsins og sinna landsmanna, var hann hrakinn til Egyptalands.9Hann sem hafði rekið svo marga úr landi, dó sjálfur í útlegð, eftir að hann var kominn til lakedemiskra, til að leita hjá þeim skjóls, vegna skyldugleika.10Og hann, sem mörgum hafði snarað út ójörðuðum, var af engum harmaður, og fékk hvörki nokkra útför né legstað hjá feðrum sínum.
11En er kóngurinn spurði það sem skeð var, hélt hann að Júdea mundi ganga undan sér: því lagði hann af stað úr Egyptalandi með villudýrsæði, og tók borgina með herskildi.12Og hann bauð sínum stríðsmönnum að drepa niður í strá alla sem þeir hittu miskunnarlaust, og líka þá sem flúið hefðu inn í húsin.13Þá voru deyddir ungir og gamlir; menn og konur og börn voru myrt, meyjum og brjóstmylkingum var slátrað.14Á þremur dögum var fyrirfarið 80 þúsundum, 40 þúsundir fórust í orrustunni d), og ekki voru færri felldir, en þeir sem slátrað var.15Og ekki ánægður með þetta dirfðist hann að brjótast inn í heimsins helgasta musteri, en Menelaus vísaði honum leið, þessi lögmálsins og föðurlandsins svikari.16Og með vanhelgri hendi tók hann þau helgu áhöld og handlék og seldi af hendi þær gáfur sem aðrir kóngar höfðu gefið staðnum til vegs og heiðurs.17Og Antíokus metnaðist í sínu sinni og hugleiddi ekki, að Drottinn var orðinn reiður borginni um sinn, sakir synda þeirra sem þar bjuggu, hvörsvegna og auga var af henni sleppt a).18Hefði það ei verið, að borgin hefði verið svo ákaflega syndug, mundi þessum eins og Helíodórus, sem var sendur af Selevkus kóngi til að skoða fjársjóðuna, strax hafa verið refsað og aftrað frá sinni ofdirfsku.19En ekki hafði Drottinn sakir staðarins útvalið fólkið, heldur staðinn, sökum fólksins.20Eins og þá staðurinn tók hlutdeild í slysum fólksins, svo naut hann líka seinna (með fólkinu) Drottins velgjörninga. Og þá hann nú var, sökum reiði hins almáttuga, yfirgefinn, var hann aftur uppreistur með allri sæmd, þegar sá mikli yfirherra var friðstilltur.
21Eftir að Antíokus hafði nú tekið úr musterinu þúsund og átta hundruð (talenta) vættir (silfurs) fór hann með flýtir til Antíokíu, og hugsaði í sínum ofmetnaði að hann gæti látið sigla á þurrlendi og ganga um hafið, svo drambsamt var hans hjarta orðið.22Hann lét líka vera (þar) eftir umsjónarmenn, til að plága fólkið: í Jerúsalem Filippus að uppruna úr Frygíu, en að háttsemi argari en sá var, sem hafði sett hann til valda.23Og í Garisem Andronikus, og þar að auki Menelaus, sem beitti ofmetnaði enn framar heldur en aðrir, við borgarana, og hataðist við þá borgara sem voru Gyðingar.24Líka sendi hann frumkvöðul ens illa Appolloníus, 22 þúsundir hermanna og bauð honum drepa alla fulltíða menn en selja konur og unglinga.25Þegar þessi kom til Jerúsalem lést hann vera friðsamlegur, og hélt sér í taumi til þess helga hvíldardags; og er hann sá að Gyðingar héldu þá heilagt, bauð hann sínum mönnum að vopnast;26og lét leggja í gegn alla sem útgengu til guðsþjónustunnar og þar eð hann braust inn í staðinn með vopnum, lagði hann við velli mikinn fjölda.27En Júdas, Makkabeus, sjálfur hinn tíundi, flúði í óbyggðina og lifði með sínum mönnum á dýrahátt, og nærðust alltaf á jurtum, til þess að eiga enga hlutdeild í saurguninni.

V. 8. c. Innilokaður hjá Aret. V. 14. d. (Eiginl: í handa beitinni). V. 17. a. Honum leist að refsa borginni.