Debóru og Baraks lofsöngur.

1Þá söng Debóra og Barak sonur Abínóams á þeim sama degi segjandi:
2Hefndir, já hefndir (eru orðnar) fyrir Ísrael *)—Fólkið var fúst þar til, lofið Drottin—3Heyrið þér kóngar! hlustið til þér höfðingjar—Eg, eg vil syngja Drottni—lofsyngja vil eg Drottni Guði Ísraels!—
4Drottinn þegar þú fórst út frá Seir—þegar þú gekkst út frá Edomsvöllum, þá hristist jörðin, himnarnir drupu—já af skýjunum streymdi vatnið!—5Fjöllin burtrunnu fyrir Drottni—sjálft Sínaí fyrir Drottni Ísraels Guði!
6Á dögum Samgars sonar Anats—á dögum Jaels var ekki farið um þjóðvegu—og ferðamennirnir hlutu að fara krókóttar götur.7Fyrirliða vantaði í Ísrael, þá vantaði *)—uns eg Debóra uppreis—uns eg uppreis (sem) móðir í Ísrael!—8hann (Ísrael) hafði valið sér nýja guði—þá var barist í borgarhliðunum.—Ei var þá skjöld né spjót að sjá á meðal 40 þúsunda í Ísrael.9Sála mín hefir ánægju af fyrirráðendum Ísraels—þeim meðal fólksins sem fúsir eru (til framgöngu); lofið Drottin!—þér sem ríðið skjóttum ösnum—10þér sem sitjið á (dýrum) dúkum, og þér sem farið um veginn fótgangandi, syngið allir!11Í staðinn fyrir óp skotmannanna, millum vatnsbrunnanna—skulu menn nú tala um Drottins réttlæti—um réttlæti hans við bændurnar í Ísrael *);—nú kemur lýður Drottins niður til portanna **)!
12Upp Debóra, upp, upp! syng þú lofsöng! rís upp Barak! kom með þína herteknu, þú, sonur Abínóams!
13Far þú, sagði eg, hópkorn móti þeim sterku! fólk Drottins fari móti þeim voldugu!14Af þér Efraim var rót þeirra sem stríddu móti Amalek, eftir þig Benjamín, meðal þíns fólks; frá Makír komu fyrirliðarnir og af Sebúlon þeir sem báru herstjórnarstafinn.15Höfðingjar í Ísaskars ættlegg vóru og með Debóru; og Ísaskar, Baraks athvarf, steypti sér með honum niður á láglendið.
En við Rúbens læki vóru miklar ráðagjörðir.16Því sastu eftir meðal sauðahjarðanna, til að heyra þeirra jarm? við Rúbens læki vóru miklar ráðagjörðir.17Gíleað hélt kyrru fyrir hinumegin Jórdanar; og Dan, hvar fyrir var hann út á skipum? Aser sat kyrr við sjávarhöfnina og hvíldist við sínar víkur.
18Sebúlons fólk hættir sínu lífi í dauðann—og Naftali á hæðum fjallanna.19Kóngar komu og stríddu (móti oss)—þá stríddu kóngar Kananítanna—í Taanak hjá Megiddovatni—en þeir fengu ekkert herfang í silfri.20Af himnum var barist (móti þeim)—stjörnurnar frá brautum sínum, stríddu móti Sísera.—21Lækurinn Kíson skolaði þeim burt;—eldgamli lækurinn, lækurinn Kíson—þá undirtróðst þú mín sál þá sterku!22Þá slitnuðu hófar hestanna, af reiðinni, reið kappanna.
23Bannfærið (staðinn) Meros segir engill Drottins;—bannsyngið hans innbúa—fyrir það þeir komu ekki Drottni til hjálpar;—Drottni til hjálpar með hetjunum!
24Blessuð veri Jael meðal kvenna!—kvinna Hebers—þess Keníta!—blessuð sé hún í tjaldbúðinni meðal kvenna!—25Vatn bað hann um; mjólk gaf hún,—og í kostulegri könnu færði hún honum rjóma (ostmysu).—26Hælinn tók hún með sinni (vinstri) hendi—og slaghamar með þeirri hægri,—og rotaði Sísera—hún sundurmarði hans höfuð og í gegnumboraði hans gagnaugu.27Hann hné niður við hennar fætur, féll út af og lá þar;—hann hné og féll niður við hennar fætur; eins og hann hné, svo féll hann steindauður.
28Móðir Sísera leit út um gluggann—hún kallaði í gegnum gluggagrindurnar—Því seinkar vagni hans svo mjög, að hann kemur ekki?—því er vagnganga hans svo sein?—29þær vitru höfðingskonur hennar svöruðu—og hún sjálf sjálfri sér þannig:—30Ætli þeir finni ekki herfang og séu nú að skipta því:—sérhvörjum manni einni stúlku eður tveimur;—já Sísera sjálfum að herfangi litklæðum—að herfangi mislitum útsaumuðum klæðum,—útsaumuðum beggja vegna um hálsmálið, að herfangi?—
31Ó! svoleiðis fyrirfarist allir þínir óvinir, Drottinn!—en þeir sem hann elska (verði) sem sólin þegar hún frambrunar í sínum krafti!
Og eftir þetta hafði landið frið í fjörutygir ár.

V. 2. *) Þ. e. Ísrael var orðinn frí aftur; aðr: fyrir frelsið unnið í Ísrael, fyrir fólkið sem fúslega barðist, lofið Drottin! V. 4. Sálm. 68,9. 97,4. 114,7. V. 6. Dóm. 3,31. V. 7. *) Aðr: Ísraels lendur lágu í auðn, þær lágu í auðn. Aðr: byggðir þrutu í Ísrael, þær þrutu. V. 11. *) Aðr: (fríir) frá ópi skotmanna milli vatnslindanna, skulu (Ísraelsmenn) þar vegsama velgjörðir Drottins, velgjörðir (við) byggðir (eða fyrirliða) hans í Ísrael. **) Til portanna, eða með friði fyrir óvinunum. V. 14. Debóra var frá Efraim, Dóm. 4,5. af Makir nl. niðjum elsta sonar Manassis. V. 16. Ráðagjörðir; því þeir efuðu sig að fara í stríðið, og vildu ei yfirgefa hjarðir sínar. V. 17. Engar þessar ættkvíslir, hvörki Gíleaðítar, Danítar né Asers niðjar höfðu hjálpað til stríðsins móti óvinunum. Jós. 19,24.29. V. 18. Dóm. 9,17. V. 20. Af himnum var barist og s. fr. Skáldleg útmálun stórs óveðurs af hreggi 2 Mós. 14,24. Jós. 10,14.42. V. 22. Kappanna, Þ. e. þegar þeir flúðu af hræðslu. V. 23. Drottni Þ. e. Drottins fólki. V. 24. Lúk. 1,42. V. 25. Dóm. 4,19. V. 26. Dóm. 4,21. V. 31. Dóm. 3,11.