Niðurskipun herbúðanna.

1Og Drottinn talaði við Móses og Aron og sagði:2hvör og einn af Ísraelssonum skal tjalda hjá sínu merki, hjá einkenni sinnar ættar; allt í kringum samkundutjaldið út frá því.3Að austanverðu við það, mót uppgöngu (sólar) tjaldi þessir: þar sé Júda merki með sinni sveit og höfuðsmaður Júdasona, Nahesson, sonur Amminadabs,4og hans her og hans töldu (stríðsmenn) 74.600.5Hjá honum tjaldi: Ísaskars ættkvísl, og höfuðsmaður Ísaskarssona Netaneel, sonur Súars,6og hans her og hans töldu (stríðsmenn) 54.400.7Sebúlons ættkvísl og höfuðsmaður Sebúlonssona, Eliab, sonur Helons,8og hans her, og hans töldu stríðsmenn 57.400.9Allir þeir töldu í Júda herbúðum 186.400 eftir þeirra her; þeir skulu fyrstir taka sig upp.10Merki Rúbens herbúða skal vera mót suðri með sínum her, og höfuðsmaðurinn Rúbenssona, Elisur sonur Sedeurs,11og hans her og hans töldu stríðsmenn, 46.500.12Og hjá honum skal tjalda Símeons ættkvísl og höfuðsmaður Símeonssona, Selumjel, sonur Suridais,13og hans her og hans töldu stríðsmenn 59.300.14Og Gaðs ættkvísl, og höfuðsmaður Gaðssona, Eliasaf, sonur Regúels,15og hans her, og hans töldu stríðsmenn 45.650.16Allir þeir töldu í Rúbens herbúðum eru 151.450, eftir þeirra her; og þeir skulu taka sig upp næst þeim fyrstu.17Og svo taki sig upp samkundutjaldið, Levítanna tjaldbúðir mitt í herbúðunum; eins og þeir taka sér tjaldstaði, svo skulu þeir taka sig upp, hvör á sínum stað, eftir þeirra merkjum.
18Merki Efraims herbúða með sínum her sé að vestanverðu, og höfuðsmaður Efraimssona, Elisama, sonur Ammíhuds,19og hans her og hans töldu stríðsmenn, 40.500.20Og næst við hann Manassis ættkvísl, og höfuðsmaður Manassissona, Gamlíel, sonur Pedasurs,21og hans her og hans töldu stríðsmenn, 32.300.22Og Benjamíns ættkvísl og höfuðsmaður Benjamínssona, Abidan sonur Gideonis,23og hans her og hans töldu stríðsmenn 35.400.24Allir þeir töldu í herbúðum Efraims 108.100 eftir þeirra her; þeir skulu vera hinir þriðju að taka sig upp.25Merki Dans herbúða sé að norðanverðu með sínum her og höfuðsmaður Danssona, Ahieser sonur Ammisadais,26og hans her og hans töldu stríðsmenn 62.700.27Næst honum tjaldi Assers ættkvísl og höfuðsmaður Asserssona Pagíel sonur Ókrans,28og hans her og hans töldu stríðsmenn 41.500.29Og Naftalí ættkvísl, og höfuðsmaður Naftalíssona, Ahíra, sonur Enans,30og hans her, og og hans töldu stríðsmenn 53.400.31Allir þeir töldu í Dans herbúðum eru 157.600; seinastir skulu þeir taka sig upp eftir þeirra merkjum.
32Þessir eru þeir töldu stríðsmenn Ísraelssona eftir þeirra ættfeðrum; allir þeir töldu í herbúðunum eftir þeirra her voru 603.550.33En Levítarnir voru ekki taldir með Ísraelssonum, því svo hafði Drottinn boðið Móses.34Og Ísraelssynir gjörðu svo; rétt eins og Drottinn bauð Móses, svo settu þeir herbúðir sínar eftir þeirra merkjum og eins tóku þeir sig upp, hvör eftir sinni ætt, í sinni kynkvísl.