Fólkið ánýjar sáttmála sinn við Guð.

1Áhrærandi allt þetta gjörðum vér staðfastan sáttmála og höfðingjar vorir, Levítar og prestar innsigluðu hann.2Og þeir er innsigluðu voru þessir: Nehemía Tirsasiti, sonur Hakalia og Sedekia,3Seraia, Asaria, Jeremía,4Pasúr, Amaria, Malkia,5Hattus, Sebania, Malúk,6Harim, Meremot, Óbadia,7Daníel, Ginton, Barúk,8Mesuallam, Abia, Miamin,9Maasia, Bilgai, Semaja; þetta voru prestarnir.10En Levítar (vóru þessir): Jesua, sonur Asania, Binnúi, einn af sonum Henedads, Kadmiel,11og bræður þeirra: Sebania, Hodía, Klíta, Pelaia, Hanan,12Mika, Rehob, Hasabia,13Sakur, Serabia, Sebania,14Hodia, Bani, Beninu;15höfðingjar lýðsins voru: Pareos, Pahat, Móab, Elam, Satú, Bani,16Buni, Asgad, Bebai,17Adonia, Bigvai, Adin,18Ater, Himskia, Ajúr,19Hodia, Hasum, Besai,20Harit, Anatot, Nevbai,21Magpias, Mesúllam, Hesír,22Mesesabel, Sadok, Jadúa,23Platia, Hanon, Anaia,24Hósea, Hanania, Hasúb,25Halóhes, Pila, Sóbek,26Rehúm, Hasabna, Maeseia,27Ahia, Hanan, Anan,28Mallúk, Harim, Baena.29Og hinir af lýðnum, prestarnir, dyraverðirnir, Levítarnir, söngvararnir, helgidómsþjónarnir, og sérhvör sá, sem hafði tekið sig frá þjóðum (heiðnu) landanna, til (hlýðni) við lögmál Guðs, konur þeirra, synir og dætur, sérhvör skynugur og vitur,30gekk í flokk með sínum göfugari bræðrum, og í eið og svardaga (með þeim), að þeir vildu fylgja lögmáli Guðs, sem hann gaf fyrir hönd Mósis, þjóns þíns, og halda og uppfylla öll boðorð Drottins vors Herra, og hans réttindi og setninga;31og að vér ekki skyldum gefa dætur vorar þjóðum landsins og vér ekki taka þeirra dætur handa sonum vorum;32og þegar lýðir landsins færðu oss varning og alls lags korn til kaups, að vér eigi skyldum taka við því af þeim á hvíldardegi, eða öðrum helgum dögum a); og að vér skyldum láta sjöunda árið yrkingarlaust b), og gefa upp allar skuldir.
33Og vér lögðum á oss það lögmál: árlega að gefa þriðja part sikils til þjónustuhúss Guðs vors,34til skoðunarbrauða, stöðugra matfórna, stöðugra brennifórna á hvíldardögum, á tunglkomuhátíðum og (öðrum) föstum hátíðum, og til þess sem helgað er, og til syndafórna til að forlíka fyrir Ísraelslýðs og til alls konar verks í húsi Guðs vors.35Og vér vörpuðum hlutkesti um gáfurnar til brenniviðarins, prestarnir, Levítarnir og lýðurinn a), eftir feðra vorra húsum, um að flytja hann til húss Guðs vors á ákveðnum tímum, ár eftir ár, til eldsneytis á altari Drottins vors Guðs, eins og fyrir er mælt í lögmálinu.36Sömuleiðis (viðtókum vér) ár eftir ár að koma með til húss Drottins frumgróða lands vors og aldinviðar;37frumburði vorra sona og fénaðar, eins og skrifað er í lögmálinu; og að færa til húss Guðs vors, til prestanna, sem þjóna í húsi vors Guðs, frumburði nautpenings vors og smáfénaðar;38og hið fyrsta af vorum upplyftingarfórnum og ávöxtum allra trjáa; og að vér af nýju víni og viðsmjöri skyldum færa prestunum í sali húss Guðs vors, og Levítunum tíund af landi voru, því Levítarnir eiga að gjalda (aftur) tíund af hverri þeirri borg (sem liggur þar, sem) vér höfum akuryrkju b);39og presturinn c), niðji Arons, skal vera hjá Levítunum, þegar þeir greiða tíundina; því Levítarnir eiga að koma með tíundina af tíundinni upp til húss Guðs vors, til sala fjárhirslu hússins d);40því til þessara sala skulu Ísraels menn og Levítarnir koma með upplyftingar fórnir kornsins, þess nýja víns og viðsmjörs: (þar eru þau helgu ker, prestarnir, sem þjónustunnar gæta, dyraverðirnir og söngvararnir), svo að vér ekki yfirgefum hús Guðs vors.

V. 35. a. Líklegast: vissir útvaldir af lýðnum. V. 38. b. Levítarnir fengu ekkert akurlendi heldur beitiland einungis 1000 álnir út frá borgum þeirra á alla vegu allt í kring, 4 Mós. 35,1–5; þar fyrir utan lágu akurlönd annarra Ísraelsmanna. V. 39. c. Líklegast: æðsti presturinn. d. Í sölunum, sem voru byggðir í kringum musteri, en ei áfastir við það, bjuggu prestarnir; þar voru og geymdir dýrgripir og fjársjóður musterisins, og það því galst.