Davíð sparar enn Sáls líf.

1Og Sifítar c) komu til Sáls í Gíbea og sögðu: sjá! Davíð hefir falið sig á fjallinu Hakila austur í eyðimörkinni.2Þá tók Sál sig upp, og fór austur í eyðimörkina Síf; og með honum 3 þúsund manns útvaldir af Ísrael, til að leita hans í eyðimörkinni Síf.3Og Sál setti sínar herbúðir á fjallinu Hakila sem er hjá veginum, austan til í eyðimörkinni; en Davíð var í eyðimörkinni, og þegar hann frétti að Sál var kominn í eyðimörkina,4gjörði hann út njósnarmenn og fékk að vita með vissu að Sál var kominn.5Þá tók Davíð sig upp og kom þangað sem Sál hafði herbúðirnar. Og Davíð sá þann stað, hvar Sál lá og Abner sonur Ners, hans hershöfðingi d); en Sál lá í vagnborg, og fólkið hafði lagst í kringum hann.6Og Davíð tók svo til orða, og mælti við Abímelek Hetíta og Abísaí Serujuson, bróður Jóabs, og mælti: hvör vill fara með mér í herbúðir Sáls? Og Abísaí mælti: eg skal fara með þér.7Og svo kom Davíð og Abísaí til fólksins um nótt, og sjá! Sál lá sofandi í vagnborginni, og hans spjót var rekið í jörðina til höfða honum og Abner og fólkið lá í kringum hann.8Og Abísaí sagði við Davíð: í dag hefir Guð gefið þinn óvin í þína hönd, og láttu mig nú reka spjótið í gegnum hann niður í jörðina með einu lagi, og eg skal ekki þurfa að gefa honum annað (lag).9En Davíð sagði til Abísaí: drep þú hann ekki! því hvör leggur svo hönd á Drottins smurða að hann sleppi hjá straffi?10Og Davíð sagði: svo sannarlega sem Drottinn lifir! nei! (eg drep hann ekki) heldur mun Drottinn slá hann; annaðhvört kemur hans dagur, svo hann deyr, eða hann fer í stríð, og fellur,11langt láti Drottinn það vera frá mér að leggja mína hönd á Drottins smurða! Og taktú nú þarna spjótið við höfðalagið og vatnsskálina, og látum oss fara.12Og svo tók Davíð spjótið og vatnsskálina til höfða Sáli, og þeir gengu burt, og enginn sá það, og enginn tók eftir því, og enginn vaknaði; því þeir sváfu allir, því fastur svefn af Drottni a) var á þá fallinn.13Og Davíð gekk til hliðar, og uppá fjallsbrúnina langt frá; mikið var bilið milli þeirra.14Og Davíð kallaði til fólksins og Abners, sonar Ners, og mælti: svarar þú ekki Abner? Og Abner svaraði og mælti: hvör ert þú sem hrópar til kóngsins?15Og Davíð mælti til Abners: ertu ekki maður? og hvör er sem þú í Ísrael? og því hefir þú ekki vaktað yfir þínum herra, kónginum? því einn af fólkinu kom til að drepa kónginn, þinn herra.16Svo sannarlega sem Drottinn lifir! það er ekki gott sem þú hefir gjört, þér eruð dauðans börn, að þér hafið ekki vakað yfir yðar herra, Drottins smurða. Og sjá nú til, hvar spjótið er og vatnsskálin, sem stóð við kóngsins höfðalag.17Þá þekkti Sál Davíðs róm og mælti: er þetta þín raust, sonur minn Davíð? Og Davíð mælti: jú! mín raust, minn herra konungur!18Og hann mælti: hvörs vegna ofsækir þá minn herra þræl sinn? því hvað hefi eg gjört, og hvað illt er í minni hendi?19Og heyri þó nú minn herra konungur mál síns þræls! hafi Drottinn egnt þig upp á móti mér, svo láti menn upptendra (rjúka) matoffur; en ef menn hafa gjört það, svo veri þeir bölvaðir fyrir Drottni, (sem valda því): að eg má ekki vera í Drottins erfð, og sem segja: far þú! þjóna þú öðrum guðum!20En mitt blóð falli ekki á jörð langt burtu frá Drottins augliti, því Ísraelskóngur er lagður á stað til að elta fló, eins og menn elta rjúpu á fjöllum.21Þá mælti Sál: eg hefi syndgað, hverf aftur til baka minn son Davíð! því eg skal nú ekki framar gjöra þér mein, af því að líf mitt var á þessum degi dýrmætt í þínum augum; sjá! eg hefi breytt heimskulega, mér hefir mikillega yfirsést.22Og Davíð svaraði og sagði: sjá! hér er kóngsins spjót, og komi nú einn af sveinunum hingað til að sækja það.23En Drottinn mun umbuna sérhvörjum hans réttvísi og hans ráðvendni, þar eð Drottinn gaf þig í dag í mína hönd, og eg vildi ekki leggja mína hönd á Drottins smurða;24Og sjá! eins og þitt líf var mikils metið í mínum augum á þessum degi, svo mun mitt líf mikils metið í augum Drottins, að hann frelsi mig úr allri þröng.25Og Sál mælti við Davíð: blessaður sértú minn son Davíð! áforma muntu og framkvæma! og svo fór Davíð sína leið, en Sál sneri aftur á sinn stað.

V. 1. c. Kap. 23,19. Sálm. 54,2. V. 5. d. Kap. 14,50. 17,55. V. 12. a. Gen. 2,21.