Hlutur Jóseps ættkvíslar: Efraims ættkvíslar.

1Síðan kom upp hlutur Jósepsniðja, og hlotnaðist þeim landið frá Jórdan hjá Jeríkó, til Jeríkóar vatna að austanverðu, eyðimörkin sem gengur upp frá Jeríkó yfir Betelsfjall;2frá Betel liggja landamerkin til Lús, þaðan yfir til landamerkja Arkitanna, til Atarot,3þaðan í vestur, niður til landamerkja Jafleta, og til neðri Bethorons merkja, allt til Gaser, og allt til hafsins.4Þetta var hlutskipti þeirra Manassis og Efraims Jósepssona.
5Þetta voru takmörk Efraims niðja eftir þeirra kynþáttum; takmörk erfðahluta þeirra voru að austanverðu frá AtrorAddar til efri Bethoron;6þá liggja landamerkin vestur eftir þannig, að Mikmetat liggur norðan til við merkin, beygjast svo landamerkin í austur til Takat-Siló, og þar yfir fyrir austan Janóka;7liggja svo niður eftir frá Janoka til Atarot og Naarata, lenda hjá Jeríkó og liggja svo niður til Jórdanar.8Frá Tapúak stefna landamerkin í vestur til lækjarins Kana og enda við sjó. Þessi er Efraimsniðja erfðahluti eftir kynþáttum þeirra.9Og þar að auki staðir þeir, sem Efraimsniðjum voru úthlutaðir í landi Manassisniðja, allir þessir staðir með þeirra þorpum.10En þeir útráku ekki þá Kananíta, sem bjuggu í Gaser, búa því Kananítar meðal Efraímíta fram á þennan dag og eru þeim skattskyldir.