Að heiðra kónginn. Taka eftir forsjónarinnar vegum. Betra að vera með góðum í mótgangi en vondum í lukku. Guðs verk órannsakanleg.

1Hvör er sem sá vitri, og hvör skilur hlutanna þýðingu? Mannsins vísdómur upplýsir (hýrgar) hans andlit, og hans andlitisfrekja umbreytist.2Eg segi þér: gef þú gaum kóngsins boði, einkum vegna eiðsins fyrir Guði.3Vertu ei fljótur að ganga frá hans augsýn, nem þú ekki staðar við illt fyrirtæki, því hann má gjöra allt hvað hann vill.4Þar sem kóngsins orð er, þar er makt, og hvör þorir að segja við hann, hvað gjörir þú?5Hvör sem boðorðið heldur, hann skal ei var verða við nokkuð illt, hyggins manns hjarta þekkir bæði tímann og aðferðina.6Því hvört fyrirtæki hefir sinn tíma og sína aðferð; en manninn hittir mörg ólukka.7Því enginn veit hvað ske skal, því hvör getur sagt honum, hvörnig það skuli vera.
8Enginn maður hefir vald yfir andardrættinum, svo að hann geti andardrættinum hjá sér haldið; og enginn hefir vald yfir dauðans degi; og enginn fær sig lausan úr bardaganum; og guðleysið bjargar ekki sínum.9Allt þetta hefi eg séð, þegar eg sneri mínu hjarta að öllu því sem gjörist undir sólunni; þeir tímar gefast, að einn ríkir yfir öðrum, þeim til ógæfu.10Þannig hefi eg séð óguðlega menn jarðaða; og þar komu og urðu burt að fara frá þeim heilaga stað, og gleymdust í borginni, þeir sem höfðu breytt ráðvandlega; líka er þetta hégómi.11Af því að dómi yfir vondum verkum er ekki strax fullnægt, af því fyllast hjörtu mannanna barna með lyst til að aðhafast illt.12Þó að syndarinn aðhafist illt hundrað sinnum og lifi lengi, veit eg samt að þeim mun vel vegna sem óttast Guð og hafa lotningu fyrir hans augliti.13En þeim óguðlega skal ekki vel vegna og lengi skal hann ekki lifa. Eins og skuggi burt líða lífdagar þess, sem ei hefir lotningu fyrir Guðs augliti.
14Það er einn hégóminn sem sést á jörðunni: þar eru réttlátir, sem vegnar eftir verkum óguðlegra; og þar eru óguðlegir, sem vegnar eftir verkum réttlátra. Eg sagði: það er líka hégómi.15Þar fyrir prísaði eg gleðina, því maðurinn hefir ekkert betra undir sólunni, en að eta og drekka og vera glaður. Því þetta skal hann hafa fyrir sitt erfiði, daga síns lífs, sem Guð hefir gefið honum undir sólunni.
16Þegar eg lagði allan hug á að grennslast eftir vísdómi, og sjá þá hluti sem ske á jörðunni, (því sá er til sem hvörki dag né nótt sér svefn í sínum augum).17Þá sá eg allt Guðs verk, og (sá) að menn geta ekki útgrundað það verk sem skeður undir sólunni, þess vegna þó menn gjöri sér annt um að útgrunda, geta þeir ekki skilið það. Þó að sá vísi hugsaði sér að þekkja það, getur hann samt ekki skilið það.