Gleði yfir lausn úr útlegðinni.

1Uppgöngusálmur. Þegar Drottinn fór heim með Síons fanga, vorum vér sem í draumi.2Þá var vor munnur fullur af hlátri, og vor tunga full af gleðisöng; þá sögðu menn meðal þjóðanna: mikla hluti hefir Drottinn gjört við þessa.3Já, mikla hluti hefir Drottinn gjört við oss, því erum vér glaðir.4Drottinn flyttu til baka vora herteknu, eins og þá veitt er lækjum á þurrlendi.5Þeir sem sá með tárum, munu uppskera með gleðisöng.6Grátandi gengur sáðmaðurinn og ber sáðið sem á að sá, en hann kemur aftur með gleðisöng, þegar hann ber heim kornbindinin.