Samson fæðist.

1Og Ísraelsbörn héldu áfram að gjöra það sem illt var í augliti Drottins, og Drottinn seldi þá í Filisteanna hönd í fjörutíu ár.
2En þar var maður nokkur af Sóra af Dansætt, hvörs nafn var Manóa; og ektakvinna hans var óbyrja, svo hún átti ekki barn.3Og engill Drottins birtist kvinnunni og sagði til hennar: sjá! þú ert óbyrja og fæðir ekki, en nú skalt þú þunguð verða og fæða son.4En vara þú þig vel, að þú drekkir ekki vín, né annan áfengan drykk, og að þú etir ekkert óhreint!5Því þú skalt ólétt verða og son fæða á hvörs höfuð enginn rakknífur skal koma, því að þessi sveinn skal verða Guði helgaður allt frá móðurlífi, og hann skal byrja að frelsa Ísrael af Filisteanna hendi.6Þá fór kvinnan og sagði til manns síns, svoleiðis: þar kom guðsmaður nokkur til mín, og hans yfirbragð var sem Guðs engils, mjög (óttalegt), svo eg spurði hann ekki hvaðan hann kæmi, og ei heldur sagði hann mér nafn sitt.7En hann sagði til mín: þú munt ólétt verða, og son fæða; þú skalt ekki vín drekka né áfengan drykk og ekkert óhreint eta, því sveinninn skal vera Guði helgaður í frá móðurlífi til dauðadags.8Þá bað Manóa Drottin og sagði: Heyr mig Herra! æ lát þann guðsmann koma til vor aftur, sem þú útsendir, svo hann kenni okkur hvörnig við skulum fara með sveininn, sem fæðast skal.9Og Guð heyrði raustu Manóa, svo engill Guðs kom á ný til kvinnunnar, þegar hún sat úti á mörkinni; en maður hennar Manóa var þá ekki hjá henni.10Þá flýtti kvinnan sér og hljóp til manns síns, og kunngjörði honum segjandi: sá maður hefir byrst mér, sem kom til mín um daginn.11Þá spratt Manóa upp og gekk eftir konu sinni, og hann kom til mannsins og sagði til hans: ertú maðurinn, sem talaðir við konuna? og hinn svaraði: já, eg er.12Og Manóa sagði: þegar það rætist, sem þú hefir sagt, hvörja framferð og iðju skal þá þessi sveinn hafa?13Drottins engill sagði þá til Manóa: kvinnan skal taka sér vara við öllu því sem eg hefi sagt henni.14Hún skal á engu því bergja, sem af vínviði kemur, ekki drekka vín né áfengan drykk, og ekkert óhreint eta; allt það, sem eg hefi boðið henni, skal hún halda.15Og Manóa sagði til engils Drottins: leyf okkur að halda þér (nokkurn tíma) við viljum þá matbúa handa þér eitt hafurkið.16En Drottins engill sagði til Manóa: þó þú fáir haldið mér (hér um tíma) þá et eg (samt) ekki af þínum mat; en ef þú vilt gjöra brennifórn, þá máttu offra henni Drottni, því Manóa vissi ekki að það var engill Drottins.17Þá sagði Manóa til engils Drottins: hvört er nafn þitt, svo vér megum vegsama þig, nær það er fram komið, sem þú hefir sagt?18Engill Drottins svaraði honum: því spyr þú svo um mitt nafn, því það er undarlegt.19Þá tók Manóa hafurkið eitt og matoffur, og hann offraði því Drottni á (einum) kletti; en hann (engillinn) gjörði undur, svo Manóa og hans kvinna horfðu á.20Því þegar logann lagði upp af altarinu í himininn, þá fór engill Drottins upp í loganum af altarinu; þegar Manóa og kona hans sáu það, féllu þau fram á sínar ásjónur til jarðar.21Og engill Drottins birtist ekki framar fyrir Manóa og kvinnu hans; þá skildi Manóa að þetta var engill Drottins.22Og hann sagði til sinnar kvinnu: vissulega munum við deyja, þar eð við höfum séð Guð.23En kona hans svaraði honum: ef Drottinn hefði viljað deyða okkur, þá hefði hann hvörki þegið brennifórnina né matoffrið af okkar höndum. Hann hefði ekki heldur látið okkur sjá allt þetta, og á þessum tíma ekki unnt okkur að heyra þvílíka hluti.24Og kvinnan fæddi son, og kallaði nafn hans Samson; og sveinninn vóx upp, og Drottinn blessaði hann.25Og Andi Drottins tók að knýja hann (til afreksverka) í herbúðum Dans, (sem lágu) millum Sora og Estahól.

V. 1. Dóm. 3,12. 8,33. 10,6. V. 2. Jós. 19,41. V. 3. Lúk. 1,13.31. V. 4. 4 Mós. 6,3. 3 Mós. 10,9. V. 5. 1 Mós. 16,11. Lúk. 1,31. 4 Mós. 6,5. 1 Sam. 1,11. V. 7. 4 Mós. 6,3. V. 13. Engillinn svaraði ekki beint upp á spurningu Manóa, þar hann sýndist hnýsast vilja um barnsins forlög. V. 14. 4 Mós. 6,3. Ez. 44,21. Lúk. 1,15. V. 15. Dóm. 6,18. V. 17. 1 Mós. 32,29. V. 17. 1 Mós. 32,29. V. 18. Es. 9,6. mitt nafn er undarlegt eða ógrípanlegt. V. 22. Dóm. 6,22.23. 2 Mós. 19,21. 33,20. V. 25. Matth. 4,1. Lúk. 4,1. Dóm. 18,8.11.