Sundurlaus sannmæli.

1Hjarta kóngsins er í Drottins hendi eins og vatnslækir; hann beygir það til hvörs sem hann vill.2Hvörjum manni þykja sínir eigin vegir réttir, en Drottinn vegur hjörtun,3réttvísi og réttindi er Drottni þóknanlegra en fórn.4Augnanna þótti, og hjartans dramb, og óguðlegra skriðljós, er synd,5hugsunarsemi hins kostgæfna leiðir til nægta, en hvör sem hleypur (hann hleypur) sannarlega til tjóns,6fésjóður útvegaður með falskri tungu, er hverfandi hégómi hjá þeim, sem leita dauðans.7Óguðlegra ofbeldi hrífur þá burt, því þeir færast undan að gjöra rétt.8Mjög boginn er þess manns vegur sem hlaðinn er synd, en verk hins hreina eru bein áfram.9Það er betra að búa í horni á þakinu, en í félagskap við hjú með kífsamri konu.10Sál hins óguðlega hefir lyst til ills, jafnvel vinurinn finnur ekki náð fyrir hans augum.11Straffi menn spottarann, þá verður hinn einfaldi hygginn; og þegar menn uppfræða hinn vitra, þá eykst honum þekking.12Sá réttláti gáir að húsi hins óguðlega, þá hann (Guð) steypir þeim óguðlegu í ólukku.13Hvör sem afturbyrgir sín eyru fyrir hrópi hins lítilmótlega, sá mun hrópa og ei verða bænheyrður.14Gáfa í leyni heftir reiði, og skenkur í skaut lagður ákaflega grimmd.15Það er þeim réttláta gleði að gjöra rétt, en skelfing illvirkjanum.16Sá maður sem villist frá skynseminnar vegi, mun hvílast í dauðra manna söfnuði.17Sá sem elskar gleði, mun líða skort; hvör sem elskar sælgæti, (vín og viðsmjör) verður ekki ríkur.18Sá óguðlegi verður lausnargjald fyrir hinn réttláta og sá lymski kemur fyrir hinn hreinskilna.19Það er betra að búa á eyðimörku en með kífsamri og leiðigjarnri konu.20Í bústöðum hins vísa finnst dýrmætur fjársjóður og viðsmjör; en dárinn uppsvelgir það.21Hvör sem sækist eftir réttvísi og miskunn, mun finna lífið, réttlæti og heiður.22Sá vísi vinnur borg hinna voldugu, og fellir það vígi, sem gjörði þá ugglausa.23Hvör sem varðveitir sinn munn og sína tungu, sá varðveitir sína sál fyrir margri angist.24Sá stolti og drambláti, hans nafn er spottari, hann breytir þóttalega og falslega.25Löngun hins lata deyðir hann, því hans hendur teljast undan að erfiða.26Sá ágjarni girnist allt, en sá gjafmildi gefur og sparar ekki.27Fórn hinna óguðlegu er viðurstyggð, hvörsu miklu framar sé hún framborin syndsamlega (í vondum tilgangi).28Ljúgvotturinn mun tortínast, en sá maður sem gefur gaum (sannleika), má alltaf tala.29Sá falski lagar sitt andlit, en sá hreinskilni stefnir sína leið.30Ekki dugir viska, ei heldur framsýni né ráð, á móti Drottni.31Hestinn undirbúa menn til orrustudagsins; en sigurinn er hjá Drottni.