Tobías sendir son sinn til Medíen.

1Á þeim degi minntist Tobías silfursins, sem hann hafði fengið Gabael í Rages í Medíen.2Og hann sagði við sjálfan sig: eg óskaði mér dauðans, því kalla eg ekki son minn Tobías, til að láta hann vita þetta, áður en eg dey?3Og hann kallaði hann og mælti: barn, þegar eg er dáinn, svo jarða þú mig, og afræk ekki móður þína! haf þú hana í heiðri alla daga þíns lífs, og gjörðu það, sem henni er að skapi og hrygg hana ekki!4Mundu það, barn, að hún þín vegna, í móðurlífi þoldi margan háskann. Þegar hún er dáin, þá jarða hana hjá mér í sömu gröf.5Mundu ætíð, barn, til Drottins vors Guðs, og haf aldrei vilja til að syndga og yfirtroða hans boðorð. Iðka réttvísi alla daga þíns lífs, og gakk þú aldrei á ranglætisins vegum.6Því ef þú iðkar ráðvendni, svo muntu verða lánsgefinn í öllum þínum verkum, eins og allir sem réttlætið iðka.
7Veittu velgjörðir nauðstöddum af þínum eigum, og þitt auga sé ekki öfundsjúkt þegar þú veitir velgjörð. Snú frá engum fátækum þínu augliti, svo mun ekki Guðs auglit snúa sér frá þér.8Eins og þínar eigur eru miklar til, skaltu góðgjörðasemi iðka; séu þínar eigur litlar, þá vertu ei hræddur, samboðið því litla, að gefa ölmusu!9því góðum sjóð safnar þú þér fyrir neyðarinnar tíð.10Því góðgjörðasemi frelsar frá dauðanum og lætur mann ekki koma í myrkrið.11Því góðgjörðarsemin er fyrir alla, sem hana iðka, þægileg fórn fyrir augliti þess æðsta.
12Varðveittu þig, barn, fyrir öllu lauslæti, og tak konu öllu framar af ætt feðra þinna! tak enga útlenda konu, sem ekki er af ætt föður þíns! því vér erum börn spámannanna. Nói, Abraham, Ísak, Jakob (voru) feður vorir í fornöld—minnst þess, barn, að þeir allir tóku konur af sínum bræðrum, og urðu blessaðir í sínum börnum, og þeirra ætt skal landið erfa.13Og nú, barn, elska þína bræður, og drag þig ekki dramblátlega svo í hlé við þína bræður og syni og dætur þíns fólks, að þú enga konu takir þér af þeim. Því með drambsemi er tjón mikil óstaðfesta, og með ónýtjungskap, fátækt og mikill skortur. Já, ónytjungskapurinn er móðir hungursins.
14Einkis manns laun, sem unnið hefir, mega hjá þér vera eina nótt, heldur betala honum strax. Ef að þú þjónar Guði, svo verður þér það endurgoldið. Haf gát á þér, barn, í öllum þínum gjörðum, og vertu siðsamur í allri þinni umgengni.15Gjör engum það sem þér kemur illa. Drekk ei vín að þú verðir drukkinn, og drykkjuskapur fylgi þér ei á þínum vegi.16Miðla þeim hungraða af þínu brauði, og þeim nakta af þínum klæðum. Brúka til góðgjörða allt sem þér verður afgangs; og þitt auga sé ekki öfundsamt, þegar þú gefur ölmusu.17Sóa ríkuglega brauði við greftrun réttlátra og gef ekki syndurum.18Leita ráða hjá öllum hyggnum, og forsmá ekkert nytsamlegt ráð.19Á sérhvörjum tíma skalt þú vegsama Guð Drottin og biðja hann, að þinn vegur verði greiður, og að öll þín spor og áform heppnist, því engin þjóð hefir ráð (sér í hendi) heldur gefur Drottinn öll gæði, og hvörn sem hann vill, niðurlægir hann, eins og honum sýnist. Og nú, barn, mundu mín boðorð, og láttu þau ekki týnast úr þínu hjarta.20Og nú vísa eg þér á þá 10 talenta silfurs, sem eg fékk Gabael (bróður) Gabría í Rages í Medíen.21Og óttast nú ekki, barn, að við erum orðnir fátækir! þú átt mikið þegar þú óttast Guð, og varast allar syndir, og gjörir það sem honum er velþóknanlegt.