Lofsöngur Gyðingalýðs.

1Á þeim degi skaltu segja: „eg vegsama þig, Drottinn, fyrir það, að þó þú værir mér reiður, þá er þó horfin reiði þín, svo að þú huggar mig nú.2Sjá! Guð er minn frelsari; eg em öruggur og óttast ekki, því Guð Drottinn er minn styrkur og mitt lofkvæði: hann kom mér til hjálpar“.3Þér munuð með fagnaði vatn ausa af uppsprettum hjálpræðisins,4og þá munuð þér segja: lofið Drottin, ákallið hans nafn, kunngjörið hans verk meðal þjóðanna, syngið honum lof, því háleitt er hans nafn.5Lofsyngið Drottni, því hann hefir gjört það dýrðarverk, sem kunnugt skal verða í öllum löndum.6Fagna lofsyngjandi, þú (borg)! sem situr á Síonsfjalli, því hinn heilagi Ísraels Guð hefir sýnt sinn mikilleik á þér!“