Börn Davíðs. Abner fellur frá Ísbóset og er drepinn af Jóab.

1Og stríðið var langt milli Sáls húss og Davíðs húss; en Davíðs hús efldist meir og meir f); en Sáls húsi hnignaði meir og meir.2Davíð fæddust synir í Hebron g), hans frumgetningur var Amnon með Ahínóam frá Jesreel;3hans annar son var Kiliab h) með Abígael, konu Nabals, Karmelítans, og sá þriðji Absalon, sonur Maaka, dóttur Talmais, kóngsins í Gesur i);4og sá fjórði Adonía, sonur Hagits k), og sá fimmti Safatía, sonur Abítals,5og sá sjötti Jetream með Eglu, konu Davíðs. Þessir fæddust Davíð í Hebron.
6En á meðan þessi ófriður var milli Sáls húss og Davíðs húss, fylgdi Abner fastlega Sáls húsi.7Og Sál hafði átt hjá konu að nafni Rispa, dóttur Ajas l). Og Ísbóset sagði við Abner: því hefir þú lagt lag þitt við hjákonu föður míns?8Þessum orðum Ísbósets reiddist Abner ákaflega og mælti: er eg þá nokkur hundshaus a) sem haldi með Júda? En nú sýni eg elsku húsi Sáls, föður þíns, hans bræðrum og hans vinum, og hefi ekki framselt þig í Davíðs hönd; og þó ávítar þú mig í dag sökum misgjörnings með þessari kvinnu.9Guð gjöri Abner það og það og ennfremur b)! eins og Drottinn hefur svarið Davíð, svo skal eg við hann gjöra,10flytja konungdóminn frá húsi Sáls, og reisa Davíðs hásæti yfir Ísrael og Júda frá Dan til Bersaba c).11En hann (Ísbóset) gat ekki svarað Abner einu orði, því hann var hræddur við hann.
12Þá sendi Abner sendimann til Davíðs, en fór ei sjálfur, og sagði: hvör á landið? og mælti: gjör þú sáttmála við mig, og sjá! mín hönd skal vera með þér, að snúa öllum Ísrael til þín.13Hann (Davíð) svaraði: vel og gott! eg vil gjöra sáttmála við þig; eins krefst eg af þér, að þú sjáir ekki mitt auglit fyrr en þú færir mér Mikal dóttur Sáls, þegar þú kemur að sjá mitt auglit.14Og Davíð gjörði sendimenn til Ísbóset sonar Sáls, og mælti: gef mér Mikal, konu mína, sem eg festi mér fyrir 100 yfirhúðir Filisteanna d).15Þá gjörði Ísbóset menn frá sér, og lét taka hana frá manninum, frá Paltíel Laissyni e),16og maður hennar gekk með henni og grét á eftir henni allt til Bahurim. Þá mælti Abner við hann: farðu nú heim aftur! og svo sneri hann heimleiðis.
17Eftir það talaði Abner við Ísraels öldunga og mælti: áður f) hafið þér viljað taka Davíð til kóngs yfir yður,18gjörið það þá nú. Því Drottinn hefir sagt um Davíð: fyrir hönd míns þénara Davíðs vil eg frelsa mitt fólk Ísrael af hendi Filisteanna og af hendi allra þess óvina.19Abner talaði og við Benjaminítana; og fór sömuleiðis að tala við Davíð í Hebron um allt það sem Ísrael og Benjamíns húsi féll vel í geð.20En sem Abner kom til Davíðs í Hebron, og með honum 20 menn, gjörði Davíð Abner og þeim mönnum sem með honum voru heimboð.21Og Abner sagði við Davíð: eg vil taka mig til, og fara, og safna öllum Ísrael til míns herra konungsins, að þeir gjöri við þig sáttmála, og þú verðir kóngur yfir öllum sem þín sála girnist. Og svo gaf Davíð Abner fararleyfi, og hann fór í friði.
22En sjá! þjónar Davíðs og Jóabs komu heim frá hernum, og höfðu meðferðis mikið herfang og Abner var ekki hjá Davíð í Hebron, því hann hafði gefið honum orðlof, og hann var farinn í friði.23Þegar Jóab og allur herinn, sem með honum var, kom, færðu menn Jóab þessi tíðindi: Abner sonur Ners kom til kóngsins, og hann hefir gefið honum fararleyfi, og hann er farinn í friði.24Þá gekk Jóab fyrir konung og mælti: hvað hefir þú gjört? sjá! Abner kom til þín, því hefir þú gefið honum fararleyfi, svo að hann er farinn?25Þú þekkir Abner Nersson; hann er hingað kominn til að svíkja þig, til að þekkja þinn inngang og útgang, og til að frétta allt sem þú hefir fyrir stafni.26Og Jóab gekk út frá Davíð og sendi menn eftir Abner, og þeir komu með hann til baka frá brunninum Hasira—en Davíð vissi ekki af þessu.—
27En sem Abner var aftur kominn til Hebron, leiddi Jóab hann afsíðis í borgarhliðinu eins og hann vildi tala við hann heimuglega, og lagði hann þar í kviðinn g) fyrir blóð (dráp) Asahels bróður síns, svo hann dó.28En sem Davíð þar eftir fékk þetta að vita, mælti hann: saklaus em eg og mitt ríki fyrir Drottni að eilífu af blóði Abners Nerssonar;29Komi það yfir höfuð Jóabs, og yfir allt hans föðurs hús, aldrei vanti í Jóabs húsi kramarmenn og holdsveika, aldrei þá sem gangi við hækjur, falli fyrir sverði, og vanti atvinnu.30En Jóab og Abísaí bróðir hans höfðu myrt Abner, af því að hann drap bróður þeirra Asahel á fundinum, hjá Gíbeon.
31Og Davíð mælti við Jóab og við allt fólkið sem hjá honum var: sundurrífið yðar klæði, og leggið sekki um yður, og syrgið Abner. Og Davíð konungur gekk eftir líkbörunum.32Og þeir jörðuðu Abner í Hebron, og kóngurinn æpti hástöfum, og grét við Abners gröf, og allt fólkið grét.33Og konungurinn gjörði sorgarljóð a) eftir Abner, og mælti: varð þá Abner að deyja eins og dárinn?34Þínar hendur voru aldrei bundnar, þínir fætur ekki settir í stokk. Þú ert fallinn eins og menn falla fyrir níðingum. Þá grét fólkið enn meir yfir honum.35Og allt fólkið gekk inn til að fá Davíð til að eta meðan dagur var, en Davíð sór og mælti: Guð gjöri mér það og ennfremur b) ef eg smakka brauð eða nokkuð annað, fyrir sólarlag.36Og allt fólkið sá það, og því líkaði það; allt sem kóngurinn gjörði, geðjaðist öllu fólkinu vel.37Og allt fólkið tók eftir, og allur Ísrael á þeim sama degi, að konungur var ei valdur að því að Abner sonur Ners var deyddur.38Og konungur mælti við sína þénara: vitið þér ekki að á þessum degi er fallinn höfðingi og mikill maður í Ísrael;39en eg em veikliða og ný smurður til kóngs, og þessir menn, Serujasynir, eru voldugri en eg. Drottinn endurgjaldi þeim sem illt aðhefst eftir hans vonsku!

V. 1. f. Kap. 5,10. V. 2. g. 1 Kron. 3,1. V. 3. h. Kallast annars Daniel, 1 Kron. 3,1. i. Kap. 13,37. V. 4. k. 1 Kóng. 1,5.6. V. 7. l. Kap. 21,8. V. 8. 1 Sam. 17,43. V. 9. b. v. 35. V. 10. c. 1 Kóng. 4,23. V. 14. d. 1 Sam. 18,27. V. 15. e. 1 Sam. 25,44. V. 17. f. Hebr. bæði í gær og í fyrradag. V. 27. g. Kap. 20,14. V. 33. a. Kap. 1,17. V. 35. b. v. 9.