Asaría (Usía) Júdakóngar. Sakaría, Sallum, Menahem, Pekahía og Peka, kóngar í Ísrael.

1Á 27da ári Jeróbóams Ísraelskóngs, varð Asaría kóngur, sonur Amasía Júdakóngs.2Hann var 16 ára gamall þá hann varð kóngur, og hann ríkti 52 ár í Jerúsalem. En móðir hans hét Jekolía af Jerúsalem.3Og hann gjörði það sem Drottni vel þóknaðist, í allan máta eins og faðir hans Amasía hafði gjört;4nema það að hæðirnar voru ekki afteknar b); ennþá færðu menn fórnir og brenndu reykelsi á hæðunum.5Og Drottinn sló kónginn, svo hann var holdsveikur til dauðadags, og hann bjó í spítala (sjúklingahúsi). En Jótam sonur kóngsins, var settur yfir kóngshúsið og dæmdi landsfólkið.6Hvað meira er um Asaría að segja, og allt sem hann gjörði, þá stendur það skrifað í árbókum Júdakónga.7Og Asaría lagðist hjá sínum feðrum, og var grafinn hjá sínum feðrum í Davíðsborg, og Jótam sonur hans varð kóngur í hans stað c).
8Á 38da ári Asaría Júdakóngs, varð Sakaría, sonur Jeróbóams kóngur yfir Ísrael í Samaría, (og ríkti) sex mánuði.9Og hann gjörði það sem Drottni mislíkaði, eins og feður hans höfðu gjört; hann vék ekki frá syndum Jeróbóams sonar Nebats, sem hafði komið Ísrael til að syndga.10Og Sallum sonur Jabes gjörði samblástur móti honum, og vann á honum í fólksins augsýn og drap hann og varð kóngur í hans stað.11Hvað meira er að segja um Sakaría, sjá! það er skrifað í árbókum Ísraelskónga.12Það var Drottins orð, er hann hafði talað til Jehú, þá hann sagði: synir þínir í fjórða lið skulu sitja í Ísraels hásæti; og það skeði svo.
13Sallum sonur Jabes varð kóngur á 39 ári Usias Júdakóngs, og ríkti einn mánuð í Samaríu.14Þá fór Menahem Gadison frá Tirsa og kom til Samaríu, og vann Sallum son Jabes í Samaríu, og drap hann og varð kóngur í hans stað.15Hvað meira er að segja um Sallum, og þann samblástur sem hann vakti, sjá! það er skrifað í árbókum Ísraelskónga.16Þá vann Menahem Tifsa, og alla sem þar voru, og hennar hérað til Tirsa; (borginni) hafði ekki verið lokið upp fyrir honum, því drap hann allt í strá, allar þungaðar konur sneið hann í sundur.
17Á 39da ári Asaría Júdakóngs, varð Menahem, Gadison, kóngur yfir Ísrael, (og ríkti) 10 ár í Samaríu.18Og hann gjörði það sem Drottni líkaði; hann vék ekki frá syndum Jeróbóams sonar Nebats, sem hafði komið Ísrael til að syndga, svo lengi sem hann lifði.19Og Ful Assýríukóngur kom með hernað í landið, og Menahem gaf Ful þúsund vættir silfurs til fylgis við sig, að ríki hans staðfestist.20Og Menahem lagði útgjald þessara peninga á Ísrael, á alla efnaða menn, til að greiða þá Assýriukóngi, 50 sikla silfurs á hvörn mann. Þá fór Assýríukóngur til baka og staðnæmdist ekki í landinu.21Hvað meira er að segja um Menahem og allt sem hann gjörði, þá stendur það skrifað í árbókum Ísraelskónga.22Og Menahem lagðist hjá sínum feðrum, og Pekaja, hans son, varð kóngur í hans stað.
23Á 50ta ári Assaría Júdakóngs, varð Pekaja, Menahemsson, kóngur yfir Ísrael í Samaríu (og ríkti) tvö ár.24Hann gjörði það sem Drottni illa líkaði; og hann vék ekki frá syndum Jeróbóams sonar Nebats, sem hafði komið Ísrael til að syndga.25Og Peka, Remalíason, riddari hans, gjörði uppreisn móti honum, og vann á honum í Samaríu í höll kóngshússins, með þeim Argob og Arie; en með honum voru og 50 menn af Gíleaðssonum; og hann drap hann og varð kóngur í hans stað.26En hvað meira er að segja af Pekaja, og um allt sem hann gjörði, sjá! það er skrifað í árbókum Ísraelskónga.
27Á 52ru ári Asaría Júdakóngs, varð Peka, Remalíasonur, kóngur yfir Ísrael í Samaríu, (og ríkti) 20 ár.28Og hann aðhafðist það sem Drottni illa líkaði. Hann vék ekki frá syndum Jeróbóams sonar Nebats, sem hafði komið Ísrael til að syndga.29Á dögum Peka Ísraelskóngs, kom Tíglat-Píleser, Assýríukóngur, og tók Gíon, Abel-Bet-Magata, Janoa, Kedes, Hasor, Gíleað, og Galíleu, allt Naftalíland, og flutti fólkið til Assýríu.30Og Hosea sonur Ela, gjörði uppreisn móti Peka, syni Remalía, og vann á honum og drap hann og varð kóngur í hans stað, á 20ta ári Jótams sonar Usia.31En hvað meir er að segja af Peka, og öllu sem hann gjörði, sjá! það er skrifað í árbókum Ísraelskónga a).
32Á öðru ári Pekas Remalíasonar, kóngs í Ísrael, varð Jótam konungur, sonur Usia Júdakóngs b);33Hann hafði 5 um tvítugt þá hann varð kóngur, og ríkti 16 ár í Jerúsalem, en móðir hans var Jerúsa, dóttir Sadoks.34Og hann gjörði það sem Drottni vel líkaði, og breytti í allan máta eins og faðir hans Usia hafði breytt.35Þó voru ekki hæðirnar afteknar; ennþá færðu menn fórnir og brenndu reykelsi á hæðunum. Hann byggði það háa port á Drottins húsi.36En hvað meir er að segja um Jótam og allt sem hann gjörði, þá stendur það skrifað í árbókum Júdakónga.37Um það bil fór Drottinn að senda móti Júda, Sýrlandskóng Resin, og Peka Remalíason.38Og Jótam lagðist hjá sínum feðrum og var grafinn hjá sínum feðrum í borg Davíðs föður síns, og Akas hans son varð kóngur í hans stað c).

V. 2. 14,21. V. 4. b. 12,3. 1 Kóng. 22,44. V. 6. 2 Kóng. 26,1. fl. V. 7. c. 1 Kron. 3,12. V. 9. 10,29. 13,11. V. 11. 13,8. V. 12. 10,30. V. 18. 13,11. 14,24. V. 24. 10,29. 14,24. V. 29. 1 Kóng. 15,20. V. 31. a. 2 Kron. 28,6. V. 32. b. 2 Kron. 27,1. V. 34. 14,3. V. 36. 2 Kron. 27,1. V. 37. Esa. 7,1. V. 38. c. 16,1.2.