Guðs smurði.

1Ljóð af Davíð. Drottinn sagði mínum Drottni: settu þig mér til hægri handar þangað til eg legg óvini þína að skör þinna fóta.2Drottinn mun rétta þér frá Síon veldisspíru síns kraftar, og segja: drottna þú mitt á meðal þinn óvina.3Þitt fólk fylgir þér fúslega á degi þíns kraftar í heilagri prýði; eins og döggin af morgunroðans skauti, skulu þínir niðjar verða.4Drottinn sór og þess iðrast hann ekki; þú ert prestur að eilífu upp á Melkisedeks máta.5Drottinn er hjá þinni hægri hendi, hann mun sundurmerja kóngana á degi sinnar reiði.6Hann mun dæma þjóðirnar og fylla land þeirra með líkum, og sundurmola höfuðin af því víða landi.7Úr læknum á veginum mun hann drekka, síðan mun hann höfði sínu upplyfta.