Niðurlagið um Tobía, flutning frá Niníve.

1Og Tobías endaði sinn lofsöng.2En hann var 58ta ára, þegar hann missti sjónina, og eftir 8ta ár fékk hann hana aftur, og hann iðkaði góðgjörðasemi, og hélt áfram að óttast Guð Drottin, og þakka honum.3Og hann varð maður gamall. Þá kallaði hann son sinn og hans syni, og mælti til hans: barn, tak þína syni! sjá, eg er orðinn gamall og nálgast mitt andlát.4Far til Medíen, barn! því eg trúi því sem Jónas spámaður hefir talað um Niníve, að hún muni verða eyðilögð, en í Medíen mun meiri friður vera um sinn; líka að vorum bræðrum í landinu muni verða tvístrað úr því góða landi, og Jerúsalem verða auðn, og Guðs hús þar uppbrennt, og þar auðn vera að vissum tíma.5Og aftur mun Drottinn miskunna þeim, og flytja þá inn í landið; og þeir munu byggja húsið, en ekki eins og það fyrra, þangað til (tíðir) aldarinnar fullkomnast. Og þar eftir munu þeir heim aftur koma úr útlegðinni og uppbyggja Jerúsalem dýrðlega. Og Guðs hús mun þar inni ágætlega byggt verða, eins og spámennirnir hafa talað hér um.6Og allar þjóðir munu einlæglega snúast til að óttast Guð Drottin, og grafa sín goðabílæti.7Og allar þjóðir munu Drottin vegsama, og Guðs fólk honum þakka. Og Drottinn mun hefja sitt fólk, og allir munu fagna, sem elska Guð Drottin, í sannleika og réttlæti, og sýna góðsemi vorum bræðrum.
8Og far nú, son minn, burt úr Niníve, því vissulega mun það framkoma sem Jónas spámaður hefir talað.9En varðveit þú lögmálið og boðorðin, og vertu miskunnsamur og réttvís, svo þér vel vegni!10Og jarða mig sómasamlega, og móður þína hjá mér, og vertu þá ekki lengur í Niníve. Mundu, barn, hvað Aman gjörði við fóstra sinn Akiarkus, hvörsu hann leiddi hann úr ljósinu í myrkrið, og hvörsu hann launaði honum. Að sönnu frelsaðist Akiarkus; en hinn fékk sín laun og steyptist í myrkrið. Manasse iðkaði góðgjörðasemi, og frelsaðist úr dauðans snöru sem fyrir hann var lögð. En Aman féll í snöruna og fyrirfórst.11Og sjáið nú, börn, hvað góðgjörðasemin orkar, og hvörnig réttlætið frelsar. Og sem hann mælti þetta, andaðist hann í rúminu; en hann var 158ta ára gamall. Og þeir jörðuðu hann sómasamlega.12Og þegar Anna dó, jarðaði hann hana hjá föður sínum.
En Tobías fór með konu sinni og sonum sínum til Ragúels í Ekbatana tengdaföður síns, og eltist heiðurlega.13Og hann jarðaði sína tengda foreldra með allri sæmd, og erfði alla þeirra fjármuni, auk föðursins Tobía.14Og hann dó 127 ára gamall í Ekbatana, í Medíen.15Og hann frétti, áður en hann dó, að Niníve var eyðilögð, Nebúkadnesar og Asverus unnu hana, og hann gladdist yfir Niníve, áður en hann dó.