Fleiri niðjar Júda, sbr. Gen. 38. 46. Jós. 15. Dóm. 1. 15.

1Júda synir: Peres, Hesron og Karmí og Húr og Sobal.2Og Reaja, sonur Sóbals gat Jahat, og Jahat gat Ahamaí og Lahad. Þetta eru ættir Sereagíta.3Og þessir eru af föðurnum af Etam: Jesreel og Jisma og Jibdas, og systir þeirra hét Haslelponi.4Og Pnúel var faðir Gedors, og Eser var faðir Húsa. Þetta eru synir Húrs, frumburðar Efrata, föður Betlehem.5Og Ashúr, faðirinn af Tekóa, átti tvær konur, Heleu og Naara.6Og Naara fæddi honum Ahúsam og Hefer og Timní og Ahastari. Þetta eru synir Naöru.7Og synir Heleu: Seret og Sóhar og Etnan.8Og Kos gat Anúb og Hasóbeba og ættir Aharhels, sonar Harums.9Og Jabes var fremri bræðrum sínum, og móðir hans kallaði hann Jabes; því hún sagði: eg fæddi hann með harmkvælum.10Og Jabes ákallaði Ísraels Guð og mælti: Ef þú blessar mig og víkkar mitt land og verði þín hönd með mér, og látir þú enga ólukku hitta mig, svo eg hafi engin harmkvæli—og Guð lét koma það sem hann bað um.11Og Kelab, bróðir Súa, gat Mehír, hann er faðir Estons.12Og Eston gat Nafa ætt og Passea og Tehimna, föður staðarins Nahas. Þetta eru Reka menn.13Og synir Kenas: Otniel og Seraja. Og synir Otníels: Hatat.14Og Meonotai gat Ofra, og Seraja gat Jóab, föður þeirra í Trésmiðadalnum a), því þeir voru trésmiðir.15Og synir Kalebs Jefunnes sonar: Iru, Ela og Naam. Og synir Ela: Kenas.16Og synir Jehaleels: Sif og Sífa og Tiría og Asareel.17Og synir Esras: Jeter og Mered, og Efer og Jisba, föður Esthemos.18Og hans kona, Júdija, fæddi Jered, föður Gedors, og Heber, föður Sokos, og Jekútiel, föður Sanoa. Og þessir eru synir Bitjas dóttur faraós, sem Mered tók.19Og synir konu Hodyas, systur Nahams, föðursins af Kegila, eru Garmi og Esthemóa af Maekat.20Og Simons synir eru: Amnon og Rinna, Benhanan og Tilon. Og synir Jisei: Sohet og Benhoset.21Synir Sela, Júdasonar eru: Er, faðir Leka, og Laada faðir Maresa, og ættir línvefara hússins, af húsinu Arbea,22og Jókim, og menn frá Kóseba, og Jóas og Saraf, sem drottnuðu yfir Móab, og Jasúbi-Lekem. Allt þetta er gamalt.23Þar voru leirkerasmiðir og bjuggu í umgirtum nýlendum; hjá sínum kóngi bjuggu þeir við sínar sýslanir.

5. kafli
Ættartala Símeons.

24Synir Símeons: Nemúel og Jamin, Jarib, Sera, Sál,25hans son Sallum, hans son Mibsam, hans son Misma.26Og synir Mismas: hans son Hamúet, hans son Sakúr, hans son Simei.27Og Simeí átti 16 syni og sex dætur, og bræður hans áttu ekki marga syni, og allar þeirra ættir fjölguðu ekki eins mikið og Júdasynir.28Og þeir bjuggu í Berseba og Molada og Hasar-Sual,29Og í Bila og í Esem og í Tolad,30og í Betuel og í Horma og í Siklag,31og í Bet-Markabot og í Hasar-Súsim, og Bet-Birei og í Saaraim. Það voru þeirra staðir þangað til Davíð kom til ríkis.32Og þeirra þorp: Etam og Ain, Rimmon og Token og Asan, fimm staðir;33Og öll þeirra þorp, í kringum þessa staði náðu allt til Baal. Þetta eru þeirra bústaðir og þeirra ættaregistur.34Og Mesobab og Jamelek og Jósa, sonur Amasía,35og Jóel og Jehú, sonur Jósibías, sonar Seraja, sonar Asíels,36og Eljoenai og Jaakoba, og Jesohaja, og Asaía og Adiel og Jesímiel og Benaja,37og Sifa, sonur Sifeis, sonar Alons, sonar Jedaias, sonar Simri;38þessir, sem með nafni eru nefndir, vóru höfðingjar í þeirra ættum og þeirra kynþættir æxluðust mjög.39Og þeir fóru vestur frá Gedor allt að dalnum austan til, til að leita haglendis fyrir sína sauði.40Og þeir fundu feitt og gott haglendi, land vítt um sig til allra hliða og rólegt og friðsamlegt; því þeir sem bjuggu þar í fornöld voru af Ham (komnir).41Og svo komu þeir sem nú voru nefndir á dögum Esekía Júdakóngs, og unnu Meaníta og þeirra tjöld sem þeir hittu þar, og afmáðu þá allt til þessa dags, og bjuggu þar í þeirra stað; því þar var haglendi fyrir sauði.
42Og af þeim, af sonum Simeons, fóru 5 hundruð til Seirsfjalla, og til Platía og Nearía og Neasía og Usíel, og synir Jisei voru fremstir í flokki,43og unnu leifar þeirra sem flúið höfðu af Amalek, og búa þar síðan allt til þessa dags.

V. 14. a. Neh. 11,35. V. 21. Gen. 46,10.