Andvarp í ófriði.

1Ferðasálmur eður uppgöngusálmur. Til þín, sem situr á himni, upplyfti eg mínum augum.2Sjá! eins og þénarans augu líta upp á hönd húsbóndans, eins og þjónustukvinnunnar augu upp á hönd sinnar húsmóður, svoleiðis líta vor augu til Drottins vors Guðs, þangað til hann verður oss náðugur.3Vertu oss náðugur, Drottinn! vertu oss náðugur, því vér erum ofmettir af fyrirlitningu.4Vor sál er fullmett af spotti hinna dramblátu, af fyrirlitning hinna drambsömu.