Guðs kallan af náð, upplýst með dæmum.

1Eg a) segi sannleika í Kristó og lýg ekki—mín samviska b) vitnar með mér í heilögum Anda—2að mér er angur mikið og óaflátanleg kvöl í hjarta mínu;3því að eg æskti sjálfur að vera útrekinn frá Kristó fyrir bræður mína, ættmenn mína eftir holdinu,4hvörjir eð eru Ísraelsmenn, hvörjum tilheyrir c) sonaútvalningin, d) dýrðin og e) sáttmálarnir og lögmálsgjöfin og f) helgihaldið og fyrirheitin,5hvörra g) feðurnir eru, og þeir, af hvörjum Kristur er kominn, að því leyti, sem það er eftir holdinu, hvör eð er yfir öllum, Guð (sé) blessaður um aldir, amen!
6Ekki þvílíkt að h) Guðs orð hafi brugðist, því að ekki eru allir i) af Ísrael komnir Ísraelsmenn,7og ekki af því þeir eru sæði Abrahams, allir hans börn, heldur (segir Ritningin): í Ísak skal þér sæði kallast,8það er: ekki þau holdsins börn eru Guðs börn, heldur reiknast fyrirheitisins börn fyrir sæði;9því að orð fyrirheitisins er þetta: um þenna tíma mun eg aftur koma, og þá skal Sara son eiga,10og ekki alleinasta (við hana) heldur og—þegar Rebekka var þunguð af þeim eina Ísak föður vorum,11því að enn nú voru ekki (tvíburarnir) fæddir, né höfðu gjört neitt gott eður illt, (svo að fyrirætlan Guðs eftir útvalningu, staðföst væri, ekki vegna verkanna, heldur (eftir vilja) hans, sem kallaði)12þá var sagt við hana: sá eldri skal þjóna þeim yngra!13svo sem skrifað er: Jakob elskaði eg, en Esaú hataði eg.14Hvað skulum vér þá segja? er óréttvísi hjá Guði? það sé fjærri!15því að hann segir við Mósen: eg mun miskunna þeim eg miskunna, eg mun aumkast yfir þann, er eg aumkast;16þar fyrir er það hvörki komið undir kjörum þess, sem vill, né hins sem hleypur, heldur Guðs, sem miskunnar;17því Ritningin segir til faraós: til þess sama uppreisti eg þig, að eg sýndi mína makt á þér og svo að mitt nafn kunngjört yrði um alla jörðina.18Svo miskunnar hann þá þeim hann vill, en forherðir þann, hann vill.19Þú munt þá vilja segja: hvað getur hann þá gefið til saka? því að hvör fær hans vilja í móti staðið?20En, ó maður! hvör ertú, að vilja hafa svör við Guð? skyldi leirsmíðið segja við þann, sem bjó það til: því gjörðir þú mig svona?21eða hefir ekki leirsmiðurinn vald, að gjöra af sama smíðisefni eitt ker til heiðurs en annað til vanheiðurs?22en ef Guð—þegar hann vildi auðsýna reiðina og kunngjöra sína makt—umbar með k) miklu langlundargeði ker reiðinnar l) undirbúinn til fordjörfunar,23og svo til m) að kunngjöra ríkdóm dýrðar sinnar á kerum miskunnarinnar a), hvör eð hann hefir áður búið til dýrðar,24hvörja hann hefir og kallað, það er oss, ekki einasta af Gyðingum, heldur og af heiðingjum,25svo sem hann og segir hjá Hósea: Eg mun kalla það, sem ekki var mitt fólk, mitt fólk, og þá, sem ekki var unnusta, mína unnustu,26og það mun ske í þeim stað, hvar til þeirra var sagt: þér eruð ekki mitt fólk, þar skulu þeir kallaðir verða synir Guðs lifanda.27En Esajas hrópar yfir Ísrael: þótt talan Ísraelssona væri sem sjávarsandur, þá skulu leifar einar (fáeinir) frelsaðir verða;28því að sá er, sem fullkomnar orð (hlutinn) og fljótt sker úr með réttvísi það orð (þann hlut), er fljótt tekur af, mun Drottinn gjöra á jörðunni;29og svo sem b) Esajas sagði fyrrum: nema Drottinn Sebaot hefði eftirlátið oss sæði, værum vér orðnir eins og c) Sódóma og Gomorra værum vér líkir orðnir.30Hvað skulum vér þá segja? að heiðingjarnir, sem ekki sóttu eftir réttlætinu, hafa náð réttlætinu, en réttlætinu, sem fæst með trúnni.31En Ísrael, sem sótti eftir lögmáli réttlætis, komst ekki að lögmáli réttlætisins.32Hvar fyrir? því að (hann sótti eftir því), ekki með trúnni, heldur svo sem með verkum lögmálsins, því að þeir hafa rekið sig á þann ásteytingarsteininn,33svo sem d) skrifað er: sjá! eg set í Síon ásteytingarstein og hrösunarhellu og sérhvör, sem e) á hann trúir mun ekki til skammar verða.

V. 1. a. 1 Tím. 2,7. b. Kap. 1,9. V. 2. Kap. 10,1. V. 3. 2 Mós. b. 32,32. V. 4. c. 2 Mós. b. 4,22. 5 Mós. b. 7,6. Sálm. 147,19. Jer. 31,9. d. 2 Mós. b. 40,34. 3 Mós. b. 9,6. Esek. 10,4. e. Kap. 2,17. Ef. 2,12. 5 Mós. b. 29,4. f. 2 Mós. b. 12,25.26. 13,5. V. 5. g. Matt. 1,1. f. Kap. 1,25. V. 6. h. 4 Mós. b. 23,19. i. Kap. 2,28. Jóh. 8,39. Opinb. b. 2,9. V. 7. 1 Mós. b. 21,12. Gal. 4,23. V. 8. Gal. 4,28. Kap. 3,29. V. 9. 1 Mós. b. 18,10. V. 10. 1 Mós. b. 25,21. V. 12. 1 Mós. b. 25,23. V. 13. Malak. 1,2.3. Sálm. 47,5. V. 14. Kap. 3,5. 5 Mós. b. 32,4. 2 Kron. 19,7. V. 15. 2 Mós. b. 33,19. Róm. 11,32. V. 17. 2 Mós. b. 9,16. V. 18. sbr. V. 15. V. 20. Spek. b. 12,12. Esa. 45,9. V. 21. Spek. b. 15,1. Esa. 64,7. Jer. 18,6. Matt. 20,15. 2 Tím. 2,20. V. 22. k. Kap. 2,4. l. þær straffsverðu manneskjur. V. 23. m. Kól. 1,27. a. Á þeim, yfir hvörja Guð hefir miskunnað sig. V. 25. Hós. 2,25. 1 Pét. 2,10. V. 26. Hós. 1,10. V. 27. Es. 10,22.23. Kap. 11,5. V. 28. Es. 28,22. V. 29. b. Es. 1,9. c. 1 Mós. 19,24.25. Es. 13,19. Jer. 49,18. 50,40. V. 31. Kap. 10,3. 11,17. V. 32. 1 Kor. 1,23. V. 33. d. Sálm. 18,22. Esa. 8,14. 28,16. Matt. 21,42. e. Kap. 10,11. Sálm. 2,12.