Job auðmýkir sig algjörlega. Fær umbun, og hans vinir átölur.

1Þá ansaði Job Drottni og sagði:2eg kannast við að þú megnar allt og að þér er einkis varnað.3Hvör er sá sem fávíslega (gjörir lítið úr) þínu ráði? svo hefi eg þá talað það sem eg ekki skildi; það sem var mér undarlegt, sem eg ekki þekkti.4Hlusta þú samt á, eg vil tala! eg vil spyrja þig, uppfræð þú mig!5Með heyrandi eyra heyrði eg þig, en nú sér mitt auga þig.6Því hefi eg viðbjóð á sjálfum mér, og iðrast í dufti og ösku.
7Og það skeði eftir að Drottinn hafði talað þessi orð við Job, að Drottinn mælti við Elífas af Teman: mín reiði er upptendruð gegn þér og þínum tveimur vinum, því þér hafið ekki talað svo rétt um mig, sem minn þénari Job.8Svo takið nú 7 unga bola og 7 hrúta, og farið til míns þénara Jobs, og offrið brennifórnum fyrir yður; og Job, minn þénari, skal biðja fyrir yður, því hans bæn vil eg mikils meta, og ekki fara með yður eftir yðar fávisku; því þér hafið ekki talað rétt um mig, sem minn þénari Job.
9Þá fóru þeir Elífas af Teman og Bildad af Sua og Sofar af Naema, og þeir gjörðu sem Drottinn hafði sagt þeim, og Drottinn mat Jobs tillögur mikils.10Og Drottinn bætti Job hans missir, eftir að hann hafði beðið fyrir sínum vinum, og Drottinn jók allt það sem Job hafði átt, til helminga.11Og allir hans bræður, og allar hans systur, og allir sem þekktu hann áður, komu til hans og átu brauð í hans húsi, og vorkenntu honum og hugguðu hann, viðvíkjandi öllu því illa sem Drottinn hafði látið koma yfir hann; og hvör gaf honum einn pening, (kesita) og hvör og einn grip af gulli.12Og Drottinn blessaði Job, svo að það sem hann átti seinna, var meir en það sem hann hafði átt fyrri; því hann eignaðist fjórtán þúsund fjár, og sex þúsund úlfalda og þúsund pör akneyta og þúsund ösnur,13og hann eignaðist sjö syni og þrjár dætur,14og hann kallaði nafn þeirrar fyrstu Jemima, og þeirrar annarrar Kesia, og þeirrar þriðju nafn Keren Happuk,15og þar fundust ekki svo fríðar konur í öllu landinu sem Jobs dætur, og faðirinn gaf þeim arf með þeirra bræðrum.16Og Job lifði eftir þetta hundrað og fjörutíu ár, og sá sín börn og þeirra börn í 4ða lið.17Og Job dó gamall og saddur lífdaga.