Sundurlaus sannmæli.

1Betri er þurr munnbiti með ró, heldur en fullt hús af vistum með argi.2Hygginn þræll drottnar yfir slæmum syni, og skiptir erfðinni milli bræðranna.3Deiglan er til að prófa silfrið, og bræðslu ofninn gullið; en Drottinn er sá sem prófar hjörtun.4Sá vondi gefur gaum að ranglátum vörum, og sá lygni hlustar á guðlaust tal.5Hvör sem spottar fátækan, sá lastar hans Skapara; hvör sem gleðst af ólukku, skal ei verða óhegndur.6Barnabörn eru kóróna fyrir þá gömlu; og barnanna feður eru þeirra heiður.7Ekki hæfir heimskum manni ypparlegt tal; miklu miður göfugum manni að tala lygi.8Gáfa er gimsteinn í þess augum sem hana fær, hvört sem hún snýr sér, gjörir hún lukku.9Hvör sem dylur yfirtroðslur, leitar vinsældar; en sá sem ýfir sökum, kemur til leiðar sundurþykkju milli vina.10Aðfindni fær meir á þann hyggna, heldur enn hundrað högg á dárann.11Uppreisn leitar vissulega ólukku. En grimmur engill mun móti henni sendur verða.12Það er betra fyrir mann að mæta birnu, sem rænd er sínum húnum, heldur en dáranum í hans flónsku.13Hvör sem launar gott með illu, frá þess manns húsi mun ekki hið illa víkja.14Að byrja deilu, er sama sem að opna vatnsrás; láttu því undan áður en keppnin verður áköf.15Hvör sem segir þann óguðlega saklausan, og hinn réttláta sekan; þeir báðir eru Drottni andstyggð.16Hvar til skulu peningar í dárans hendi? til að kaupa vísdóm? Hann hefir ekki vit til þess.17Vinurinn elskar ætíð, en sem bróðir fæðist hann til liðs í nauðum.18Þann skortir vit sem strax lofar og gengur í borgun fyrir sinn náunga. 18. Hvör sem elskar yfirtroðslu, sá elskar deilu. Hvör sem gjörir sínar dyr of háar, sækist eftir hruni.20Vanartugt hjarta finnur ekkert gott, og sá sem hefir rangsnúna tungu, fellur í ógæfu.21Sá sem getur af sér dára, getur hann sér til sorgar, og faðir heimskingjans mun ei gleðjast.22Glatt hjarta gefur góða heilsu, en hryggur hugur skrælir beinin.23Sá óguðlegi tekur (við gáfum leynilega) til að beygja réttarins veg.24Vísdómurinn er þeim hyggna fyrir augum, en dárans augu eru við jarðarinnar enda.25Flónslegur sonur er angur sínum föður, og sorg þeirri sem hann fæddi.26Það er ekki gott að sekta þann réttláta, né að berja þá göfugu fyrir (það sem gjöra) rétt.27Sá sem sparar sitt tal, gefur til kynna hyggindi, og sá sem ekki er örlyndur, hann er vitur.28Dárinn væri jafnvel haldinn vitur, ef hann þegði, sá sem læsir sínum vörum er hygginn.