Lofgjörð Drottins.

1Syngið Drottni nýjan söng! því hann hefir gjört dásemdarverk. Hans hægri hönd frelsaði, og hans heilagi armleggur.2Drottinn kunngjörði sitt frelsi, fyrir fólksins augum opinberaði hann sitt réttlæti.3Hann mundi til sinnar miskunnar og trúfesti við Ísraels hús, öll jarðarinnar endimörk sáu frelsi vors Guðs.4Fagni fyrir Drottni öll jörð, syngið og fagnið og dansið.5Leikið fyrir Drottni á hörpu, á hörpu með söng.6Meður básúnum og trumbuhljóm, fagnið fyrir konunginum Drottni.7Hafið þjóti upp og allt sem í því er, jarðríkið og þeir sem þar búa.8Árnar klappi lófum saman, öll fjöllin fagni með,9fyrir Drottins augliti, því hann kemur til að dæma jörðina. Hann mun dæma jarðríkið með réttvísi, og fólkið með sannsýni.