1.) Jósep getur ei lengur dulist bræðrum sínum. 2.) Sendir eftir föður sínum.

11.) En Jósep gat þá ekki lengur haldið sér í augsýn allra sem viðstaddir voru, og kallaði: látið hvern mann ganga út frá mér! og engin maður var inni hjá honum þegar hann lét bræður sína þekkja sig.2Og hann grét hástöfum svo að egypskir heyrðu og faraós hús heyrði það.3Og Jósep mælti: eg em Jósep! lifir faðir minn enn? og bræður hans gátu ekki svarað honum, svo varð þeim bilt við.4Og Jósep sagði við bræður sína: komið hingað til mín! og þeir gengu til hans. Og hann mælti: eg em Jósep bróðir yðar, sem þér hafið selt til Egyptalands.5Látið það ekki hryggja yður, reiðist ei af því að þér hafið selt mig hingað, því til lífs viðurhalds hefur Guð sent mig hingað á undan yður,6því í þessi 2 ár hefur hungur verið í landinu, og enn nú mun í 5 ár hverki verða plægt né uppskorið.7Og svo hefur Guð sent mig hingað á undan yður, svo þér hélduð lífi á jörðunni, og til að viðhalda yður til mikils frelsis.8Og nú hafið þér ekki sent mig hingað heldur Guð; og hann hefur gjört mig föður faraós og að herra alls hans húss, og að drottnara yfir öllu Egyptalandi,9hraðið yður nú og farið heim til föður míns og segið til hans: svo seigir Jósep sonur þinn: Guð hefur gjört mig að herra alls Egyptalands, kom þú til mín, og kom sem fyrst!10Og þú skalt búa í landinu Gosen, og vera í nánd við mig, þú og þínir synir, og þínir sonasynir, og þínir sauðir og þínar kýr og allt sem þitt er.11Eg skal sjá þér þar fyrir atvinnu, því enn verður hallæri í 5 ár, svo þú líðir ekki skort, hverki þú né þitt hús né nokkuð sem þér tilheyrir.12Og sjá! yðar augu og augu Benjamíns bróður míns sjá, að minn munnur við yður talar.13Og segið föður mínum frá allri minni dýrð í Egyptalandi, og frá öllu sem þér sjáið, og flýtið yður nú, og komið hingað með föður minn.14Og hann féll um háls Benjamín bróður sínum og grét, og Benjamín grét um hans háls.15Og hann minntist við alla bræður sína og grét yfir þeim, og þar eftir gátu bræður hans við hann talað.
162.) Eftir þetta fréttist í faraós hús, að bræður Jóseps væru þar komnir, og það geðjaðist faraó og hans þénurum.17Og faraó sagði við Jósep: seig þú bræðrum þínum að þeir gjöri þetta: klyfji sín vinnudýr og fari til Kanaanslands.18Og seg þeim: takið föður yðar og hyski yðar og komið til mín, og eg skal gefa yður það besta af Egyptalandi, og þér skuluð eta landsins feiti.19Og þér er það boðið; gjör svo: takið yður vagna í Egyptalandi, handa yðar börnum og konum og flytjið yðar föður, og komið.20Og gefið ekkert um yðar búsgögn, því það besta af öllu Egyptalandi skal tilheyra yður.21Og synir Ísraels gjörðu svo, og Jósep fékk þeim vagna eftir orðum faraós, og nesti til ferðarinnar.22Hann gaf og sérhverjum þeirra spariföt, en Benjamín gaf hann hundrað sikla silfurs og fimm spariklæðnaði.23Og föður sínum sendi hann þetta: tíu asna klyfjaða með Egyptalands gæði og tíu ösnur sem báru korn og brauð og vistir handa föður hans til ferðarinnar;24og hann lét bræður sína fara, og þeir fóru; og hann sagði við þá: deilið ekki á leiðinni.
25Og þeir fóru af stað úr Egyptalandi og komu í Kanaansland til Jakobs föður síns.26Og þeir færðu honum tíðindin og sögðu: Jósep lifir enn, og er herra yfir öllu Egyptalandi; en hans hjarta komst ekki við, því hann trúði þeim ekki.27Þeir báru honum þá öll Jóseps orð, sem hann hafði við þá talað, og hann sá vagnana sem Jósep hafði sent til að flytja hann á.28Og Ísrael sagði: mikið er þetta! Jósep sonur minn lifir enn! Eg vil fara og sjá hann, áður en eg dey.