Sendibréf frá þeim herteknu í Babel til þeirra bræðra í Jerúsalem.

1Þetta eru orð bréfsins sem Barúk skrifaði í Babýlon, sonur Mería, sonar Mahasía, sonar Sedekía, sonar Asadía, sonar Helkía,2á fimmta ári í sjöunda mánuði á þeim tíma er Kaldeumenn unnu Jerúsalem og brenndu með eldi.
3Og Barúk las orð þessa bréfs fyrir eyrum Jekonía Jójakimssonar, Júdakóngs, og fyrir eyrum alls fólksins sem saman var safnað sakir bréfsins.4Og fyrir eyrum stríðsmannanna, og kóngssonanna, og fyrir eyrum þeirra elstu, og fyrir eyrum alls fólksins, smárra og stórra, allra sem bjuggu í Babýlon við ána Sud.5Og þeir grétu og föstuðu, og báðust fyrir frammi fyrir Drottni.6Og þeir skutu peningum saman, eftir sem sérhvörs hönd orkaði,7og sendu til Jójakim í Jerúsalem, sonar Helkia, sonar Saloms, höfuðprests, og til hinna annarra presta, og til alls fólksins, sem var með honum, í Jerúsalem,8þá hann hafði tekið við kerum Drottins húss, sem burt höfðu verið flutt úr musterinu, til þess að fara með þau aftur í Júda land, þann tíunda (dag) í (mánuðinum) Sivan, silfuráhöldunum, sem Sedekía Jósiason, Júdakonungur hafði gjört,9eftir að Nebúkadnesar Babýlonskóngur hafði flutt burt til Babýlon frá Jerúsalem, Jekonía og höfðingjana og fanganna og stríðsmennina og landsfólkið.
10Og þeir sögðu (í bréfinu): sjá, vér sendum yður peninga, kaupið fyrir peningana brennifórn og syndafórn, og reykelsi, og framberið matoffur, og fórnfærið á altari Drottins vors Guðs,11og biðjið fyrir lífi Nebúkadnesars kóngs í Babýlon, og fyrir lífi sonar hans Baltasar, að þeirra dagar megi verða sem dagar himinsins yfir jörðunni.12Svo mun Drottinn veita oss kraft og upplýsa vor augu, og vér munum lifa undir skugga Nebúkadnesars, kóngs í Babýlon, og undir skugga sonar hans, Baltasars, og vér munum þjóna þeim marga daga, og finna náð frammi fyrir þeim.13Og biðjið Drottin, vorn Guð, fyrir oss; því vér höfum syndgast móti Drottni, vorum Guði, og geð Drottins og reiði hefir ei frá oss horfið allt til þessa dags.14Og lesið þetta bréf sem vér sendum yður svo að þér kunngjörið það í Drottins húsi, á hátíðardeginum og á hentugum dögum,15og segið: Drottinn vor Guð er réttlátur, en vér megum skammast vor a), eins og nú er dagurinn Júdamanni og Jerúsalemsinnbúum,16og konungum vorum og höfðingjum vorum og prestum vorum og spámönnum vorum og feðrum vorum,17fyrir það sem vér höfum syndgað í augsýn Drottins,18og vér hlýddum honum ekki, og gegndum ekki raustinni Drottins vors Guðs, að ganga eftir Drottins boðorðum, sem hann hafði oss gefið bersýnilega,19frá þeim degi að Drottinn flutti feður vora burt úr Egyptalandi; og allt til þessa dags, vorum vér óhlýðnir Drottni, Guði vorum, og vorum svo athugalausir, að vér hlýddum ekki hans raust;20því náði oss ógæfan og sú bölvan sem Drottinn bauð sínum þénara Móses (að boða), á þeim degi, er hann flutti feður vora burt úr Egyptalandi, til að gefa oss það land sem flýtur í mjólk! og hunangi, eins og þennan dag (er).21Og vér hlýddum ekki raustinni Drottins vors Guðs eftir öllum orðum spámannanna, sem hann sendi til vor,22svo vér gengum, hvör einn eftir hugsan síns vonda hjarta, að þjóna hjáguðum; og aðhafast illt, fyrir augum Drottins vors Guðs.

V. 15. a. Þ. e. eins og nú stendur á fyrir oss etc.