Fyrirheit.

1Og orð Drottins kom til Jeremía í annað sinn, meðan hann enn nú var innilokaður í forgarði myrkvastofunnar, og sagði:2svo segir Drottinn, sá sem gjörir það, Drottinn, sá sem myndar það, til að undirbúa það, Drottinn er hans nafn:3kalla þú til mín, eg skal svara þér, og kunngjöra þér mikið og óskiljanlegt sem þú veist ekki.4Því svo segir Drottinn, Ísraels Guð, um hús þessa staðar, og um hús Júdakóngs, sem niðurrifin verða, sakir hervirkjanna og sverðsins.5Þeir koma hingað inn (í borgina) til að stríða við Kaldeumenn, og til að fylla hana með líkum manna, sem eg felli í reiði minni, og í minni grimmd, sakir allra þeirra vonsku, byrgi eg mitt auglit fyrir þessari borg:6Sjá! eg legg við borgina (hana) umbúðir og græðslumeðöl, og lækna þau (húsin) og veiti þeim mikinn og stöðugan frið.7Og eg flyt til baka Júda herteknu, og Ísraels herteknu, og byggi þá upp aftur eins og áður (voru þeir).8Og eg hreinsa þá af allri þeirra misgjörð, með hvörri þeir hafa syndgað á móti mér, og fyrirgef allar þeirra yfirtroðslur, með hvörjum þeir hafa syndgað á móti mér, og frá mér fallið.9Og (Jerúsalem) mun verða mér að fagnaðarnafni, til frægðar og lofs hjá öllum þjóðum jarðarinnar, sem spyrja munu allt það góða sem eg gjöri þeim, og þeir skulu skelkast og hristast sakir alls þess góða, og sakir alls þess friðar, sem eg mun veita þeim.
10Svo segir Drottinn: hér eftir skal heyrast á þessum stað, um hvörn þér segið: „auðn er hann, fólkslaus og fénaðarlaus“, í Júda stöðum og á Jerúsalems strætum, sem nú eru eyðilögð, fólkslaus, innbúalaus, og fénaðarlaus,11(þar skal heyrast) raust gleðinnar og raust glaðværðarinnar, og raust brúðgumans, og raust brúðurinnar, og raust þeirra sem þá segja: „þakkið Drottni herskaranna, því góðgjarn er Drottinn, því eilíf er hans náð“, og þá fara þeir með þakkarfórn til Drottins húss. Því eg skal flytja aftur til baka landsins herteknu, (allt skal vera) sem fyrri, segir Drottinn.12Svo segir Drottinn herskaranna: hér eftir mun á þessum stað, sem að er auðn, fólks og fénaðarlaus, og í öllum kringum liggjandi stöðum, haglendi vera fyrir hirðara sem láta þar sauði liggja;13í stöðum fjallsins, í stöðum láglendisins, í stöðum suður frá, í landi Benjamíns, og í kringum Jerúsalem, og í Júda stöðum, munu hér eftir sauðir framhjá renna, við hönd þess sem telur (þá), segir Drottinn.
14Sjá! dagar koma, segir Drottinn, að eg efni það góða orð, sem eg hefi talað um Ísraels hús, og um Júda hús.15Á þeim sömu dögum, og á sama tíma mun eg láta Davíð blómgast réttlætis kvist (ágætan son), sem iðkar réttindi og réttvísi í landinu.16Á þeim sömu dögum mun Júdalýður vera lánsamur, og Jerúsalem búa ugglaus. Og þessu nafni mun hann nefnast: „Drottinn vort réttlæti“.17Því svo segir Drottinn: Davíð skal aldrei vanta mann, sem sitji í hásæti Ísraels húss.18Og prestana og Levítana skal ekki vanta mann frammi fyrir mér, sem framberi brennifórn og tendri matoffrið og annist um tilreiðslu sláturfórnarinnar alla daga.
19Og orð Drottins kom til Jeremías og sagði:20svo segir Drottinn: ef þér getið raskað mínum sáttmála við daginn, og mínum sáttmála við nóttina, svo að hvörki sé dagur né nótt á sínum tíma:21þá skal og minn sáttmáli við minn þjón Davíð raskast, svo að hann hafi engan niðja, er drottni á hans hásæti, og við Levítana, prestana, mína þjóna.22Eins og himinsins her verður ekki talinn, og sandur sjávarins ekki mældur, svo vil eg fjölga niðjum Davíðs þénara míns, og Levítunum sem mér þjóna.
23Og orð Drottins kom til Jeremía, og sagði:24sér þú ekki hvað þetta fólk talar, og segir: þeim tveimur ættum, sem Drottinn útvaldi, hefir hann burtskúfað, og þeir forsmá mitt fólk sakir þess, svo það er ekki framar fólk í þeirra augum.25Svo segir Drottinn: hafi eg ekki sett fastan minn sáttmála við dag og nótt, tilskipun himins og jarðar:26svo mun eg útskúfa niðjum Jakobs og niðjum Davíðs, míns þénara, svo eg ekki framar velji af hans niðjum drottnara yfir Abrahams, Ísaks og Jakobs ætt, því eg skal flytja heim aftur þeirra herleiddu og miskunna þeim.

V. 16. Drottinn vort réttlæti, aðrir: Drottinn vor heill.