Boðskapur til Blálendinga.

1Heyr, þú landið vængjaskuggans, sem ert þessumegin Blálandsfljóta,2sem gjörir út sendimenn (á skipum) yfir hafið, og á reyrbátum yfir vötnin! Farið, þér sendiboðar, skyndilega til hinnar hávöxnu og áköfu þjóðar, til hinnar óttalegu þjóðar, og þaðan lengra fram til hinnar afarsterku þjóðar, sem treður allt undir fótum sér, yfir hvörrar land fljótin ganga.3Allir þér, sem jarðarkringluna byggið og í löndunum búið, gætið að, þegar merkið er reist á fjöllunum! Hlustið eftir, þegar lúðurinn kveður við!4Því svo hefir Drottinn sagt til mín: Eg vil halda kyrru fyrir, og líta ofan frá aðsetursstað mínum, eins og heiðbjartur sumarsdagur í sólskini, eins og daggarský á hausttíma, þegar heitt er.5En undir uppskeruna, þegar fræknapparnir eru orðnir alþroska og blóm vínberjavísirsins fullvaxið, þá skulu vínviðarkvistirnir verða afhöggnir með sigðum, og angarnir burtsniðnir.6Þá skulu þeir allir eftirlátnir verða fuglum fjallanna og dýrum landsins; fuglarnir skulu sitja á þeim á sumrin, og öll dýr jarðar liggja á þeim á veturna.7Á þeim tíma munu Drottni allsherjar færðar verða gjafir frá hinni hávöxnu og áköfu þjóð, frá hinni óttalegu þjóð, og enn lengra að, frá hinni afarsterku þjóð, sem fóttreður aðra, og yfir hvörrar land fljótin ganga; þær munu færðar verða til þess staðar, hvar Drottinn allsherjar er ákallaður, til Síonsfjalls.