Samúels ræða til fólksins.

1Og Samúel talaði til alls Ísraels: sjá! eg hefi hlýtt yðar raust í öllu sem þér hafið til mín talað, og sett yfir yður konung.2Og sjá nú! þarna er kóngurinn c). En eg er orðinn gamall og grár og synir mínir eru á meðal yðar og eg hefi gengið fyrir yðar augliti frá unga aldri allt til þessa dags.3Hér er eg, vitnið móti mér fyrir Drottni og hans smurða! hvörs uxa hefi eg tekið, og hvörs asna hefi eg tekið, og hvörjum hefi eg gjört órétt og hvörjum ofbeldi, og af hvörs hendi hefi eg tekið við gáfum (mútum) og læst aftur mínum augum þess vegna? sé svo, skal eg yður það aftur gjalda.4Og þeir mæltu: engan órétt og ekkert ofbeldi hefir þú haft í frammi við oss, og ekkert hefir þú af nokkurs manns hendi tekið.5Og hann sagði til þeirra: Drottinn sé vitni móti yður, og vitni sé hans smurði á þessum degi, að þér hafið ekkert fundið í minni hendi. Og fólkið ansaði: veri þeir vitni.
6Og Samúel sagði til fólksins: Já, (vitni sé) Drottinn, sá sem (út) gjörði Móses og Aron, og sem flutti yðar feður úr Egyptalandi!7Og gangið nú fram að eg færi sök við yður frammi fyrir Drottni um alla þá velgjörninga Drottins, sem hann hefir auðsýnt yður og yðar feðrum.8Þegar Jakob var kominn til Egyptalands og yðar feður hrópuðu til Drottins, þá sendi Drottinn Móses og Aron; þeir leiddu yðar feður út af Egyptalandi og gáfu yður bústað í þessu landi.9En þeir gleymdu Drottni sínum Guði og hann seldi þá í hönd Sissera hershöfðingjans af Hasor d), og í hönd Filisteanna og í hönd Móabskonungs sem stríddu móti þeim.10Þá hrópuðu þeir til Drottins og sögðu: vér höfum syndgað e), að vér yfirgáfum Drottin og þjónuðum Baal og Astarot; og frelsa oss nú af hendi vorra óvina, svo viljum vér þjóna þér.11Þá sendi Drottinn Jerúbaal f) og Bedan g) og Jefta h) og Samúel i) og frelsaði yður af hendi yðar óvina, svo þér bjugguð óhultir.12En er þér sáuð að Nahas, kóngur Ammonssona, kom móti yður, svo sögðuð þér við mig: nei! heldur skal konungur drottna yfir oss, þó var Drottinn yðar Guð yðar konungur.13Og sjáið nú! þarna er kóngurinn sem þér hafið valið, sem þér hafið heimt, sjá! Drottinn hefir sett yfir yður konung.14Ef þér óttist Drottin og þjónið honum og heyrið hans raust og þverskallist ekki við Drottins skipanir, og hlýðið, bæði þér og yðar konungur, sem yfir yður ríkir, Drottni yðar Guð (þá er) hann með yður.15En ef þér hlýðið ekki raustinni Drottins og þverskallist við Drottins skipanir, svo mun hönd Drottins vera á móti yður, eins og á móti yðar feðrum.16En komið nú hingað og sjáið þann mikla hlut sem Drottinn gjörir fyrir yðar augum.17Er nú ekki hveitiuppskera? Eg kalla til Drottins, og hann mun senda reiðarslög og regn; kannist þá við og sjáið, að þér hafið illa gjört fyrir Drottni, að beiðast konungs.18Og svo kallaði Samúel til Drottins, og Drottinn sendi reiðarslög og regn þann sama dag, þá varð allt fólkið skelkað fyrir Drottni og fyrir Samúel.
19Og allt fólkið sagði til Samúels: bið til Drottins a) fyrir þínum þrælum, til þíns Guðs, að vér ekki deyjum, því vér höfum bætt þeirri vonsku ofan á allar vorar syndir, að vér höfum beiðst konungs.20Og Samúel sagði til fólksins: óttist ekki! þér hafið aðhafst allt þetta illa; víkið aðeins ekki frá Drottni b), og þjónið Drottni með öllu yðar hjarta,21víkið ekki, snúið yður ekki til þeirra fánýtu afguða, sem hvörki hjálpa né frelsa; því ónýtir (ekkert) eru þeir c).22Því Drottinn mun ekki yfirgefa sitt fólk vegna síns mikla nafns, því Drottni hefir þóknast að gjöra yður að sínu fólki.23Og fjærri sé mér það að syndga móti Drottni, að eg skyldi afláta að biðja fyrir yður, og eg vil kenna yður þann góða og rétta veg.24Óttist alleina Drottin, og þjónið honum með öllu yðar hjarta dyggilega; því sjáið, hvörsu mikið hann hefir við yður gjört.25En ef þér breytið illa, svo verður bæði yður og yðar kóngi í burtu kippt.

V. 2. c. Hebr. Kóngurinn gengur fyrir yðar augliti. V. 3. d. Kap. 8,3. V. 9. e. Dóm. 4,2. V. 10. f. Kap. 7,6. Dóm. 10,10.15. V. 11. g. Dóm. 6,14. h. Þ. e. Jaír ellegar Samson af Dansætt. Dóm. 10,3. 1 Kron. 7,17. i. Dóm. 11,2.29. k. 1 Sam. 7,10. V. 19. a. Ex. 9,28. V. 20. b. Devt. 17,11. V. 21. c. Devt. 32,37.38. Dóm. 10,14.